Lífið

Best klæddu konur Bretlands

Katrín af Cambridge.
Katrín af Cambridge.
Breska tímaritið Harper"s Bazaar hefur nú gefið út lista yfir best klæddu konurnar árið 2011.

Að þessu sinni var það Katrín hertogaynja af Cambridge sem skaut tískufyrirmyndum á borð við Kate Moss og Alexu Chung ref fyrir rass og situr í toppsæti listans.

Kate Moss endaði í fjórða sæti, leikkonan Tilda Swinton í fimmta sæti og Keira Knightley í því sjötta. Hönnuðina Stellu McCartney og Pheobe Philo má einnig sjá á listanum yfir best klæddu konur Bretlands.



1. sæti

Ritstjórn Harper´s Bazaar segir Katrínu hertogaynju af Cambridge hafa átt tískuaugnablik ársins er hún klæddist hönnun Söruh Burton hjá Alexander McQueen á brúðkaupsdaginn sinn.

Hún hefur einnig verið dugleg að koma breskum fatahönnuðum á framfæri og klæðst alla jafna fatnaði úr smiðju þeirra opinberlega.

Florence Welsch.
2. sæti

Söngkonan Florence Welch úr hljómsveitinni Florence and the Machine þorir að taka áhættu í fatavali og klæðaburður hennar þykir jafn kröftugur og rödd hennar.

Hér klæðist hún ævintýralegri hönnun Ricardo Ticci fyrir Givenchy-tískuhúsið.

Andrea Riseborough.




3. sæti


Andrea Riseborough er ung og rísandi stjarna í Bretlandi en hún lék meðal annars titilhlutverkið í sjónvarpsmyndinni Margaret Thatcher: The Long Walk to Finchley og hlaut verðlaun fyrir.

Leikkonan kemst í þriðja sæti listans en hér klæðist hún grænum glimmerkjól úr smiðju Dolce & Gabbana.

Kate Moss.






4. sæti


Tískudrottningin og fyrirsætan Kate Moss hefur oft vermt efsta sætið en þurfti að víkja fyrir nýjum dömum í þetta sinn.

Moss kom sterk inn í fjórða sætið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.