Þrjóskast við að þróast 3. nóvember 2011 23:00 Hinn léttgeggjaði Dave Mustaine er kominn á kreik á ný með þrettándu breiðskífu Megadeth. Ýmislegt kom upp á við gerð plötunnar, sem var þó tekin upp á mettíma. Þungarokksveitin Megadeth sendi frá sér þrettándu breiðskífu sína 1. nóvember. Platan heitir TH1RT3EN og hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda, sem keppast við að birta um hana jákvæða dóma. Vinna við plötuna hófst í janúar á þessu ári og í júní mætti Dave Mustaine, forsprakki Megadeth, í viðtal á tónlistarsíðunni Puregrainaudio.com og sagði að platan væri allt öðruvísi en síðasta platan Endgame, sem fékk einnig góðar viðtökur hjá gagnrýnendum. „Platan er hundrað prósent öðruvísi," sagði Mustaine. „Hún er ólík öllu öðru sem við höfum gert vegna þess að gítarinn hljómar öðruvísi, hann hljómar ofur-nútímalega." Þá lýsti Mustaine hljómnum sem upprunalegu Black Sabbath blönduðu við nútímalegra rokk á borð við Queens of the Stone Age. Þrettán hefur aldrei verið talin happatala, en ýmislegt kom upp á við gerð plötunnar, samkvæmt Mustaine. Í viðtali við tímaritið Terrorizer sagðist hann hafa lent í vandræðum með bíla ásamt því að hlutir hurfu. „Og einn af pottþéttustu náungum sem ég þekki féll og hvarf," sagði Mustaine. Þá sagði hann á Twitter-síðu sinni þegar hljómsveitin var í hljóðveri að hlé yrði að gera á upptökum vegna þess að upptökustjórinn hefði veikst. Mustaine hefur aldrei verið talinn vera í góðu jafnvægi og sagði síðar í viðtali, þvert á fyrri yfirlýsingar, að mikil heppni fylgdi tölunni 13 og að platan hefði verið tekin upp á mettíma. Það er þó varla heppni að platan sé að fá fínustu dóma. Á vefsíðunni Metacritic.com er platan með 74 af 100 mögulegum í meðaleinkunn. Tímaritin Spin, Rock Sound og Revolver gefa öll plötunni þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum og gagnrýnandi Spin segir að þrjóskan við að þróast geri tónlist Megadeth stórskemmtilega. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Hinn léttgeggjaði Dave Mustaine er kominn á kreik á ný með þrettándu breiðskífu Megadeth. Ýmislegt kom upp á við gerð plötunnar, sem var þó tekin upp á mettíma. Þungarokksveitin Megadeth sendi frá sér þrettándu breiðskífu sína 1. nóvember. Platan heitir TH1RT3EN og hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda, sem keppast við að birta um hana jákvæða dóma. Vinna við plötuna hófst í janúar á þessu ári og í júní mætti Dave Mustaine, forsprakki Megadeth, í viðtal á tónlistarsíðunni Puregrainaudio.com og sagði að platan væri allt öðruvísi en síðasta platan Endgame, sem fékk einnig góðar viðtökur hjá gagnrýnendum. „Platan er hundrað prósent öðruvísi," sagði Mustaine. „Hún er ólík öllu öðru sem við höfum gert vegna þess að gítarinn hljómar öðruvísi, hann hljómar ofur-nútímalega." Þá lýsti Mustaine hljómnum sem upprunalegu Black Sabbath blönduðu við nútímalegra rokk á borð við Queens of the Stone Age. Þrettán hefur aldrei verið talin happatala, en ýmislegt kom upp á við gerð plötunnar, samkvæmt Mustaine. Í viðtali við tímaritið Terrorizer sagðist hann hafa lent í vandræðum með bíla ásamt því að hlutir hurfu. „Og einn af pottþéttustu náungum sem ég þekki féll og hvarf," sagði Mustaine. Þá sagði hann á Twitter-síðu sinni þegar hljómsveitin var í hljóðveri að hlé yrði að gera á upptökum vegna þess að upptökustjórinn hefði veikst. Mustaine hefur aldrei verið talinn vera í góðu jafnvægi og sagði síðar í viðtali, þvert á fyrri yfirlýsingar, að mikil heppni fylgdi tölunni 13 og að platan hefði verið tekin upp á mettíma. Það er þó varla heppni að platan sé að fá fínustu dóma. Á vefsíðunni Metacritic.com er platan með 74 af 100 mögulegum í meðaleinkunn. Tímaritin Spin, Rock Sound og Revolver gefa öll plötunni þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum og gagnrýnandi Spin segir að þrjóskan við að þróast geri tónlist Megadeth stórskemmtilega. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira