Lífið

Djassarar hertóku Kexið

Latinkvartett Tómasar R. Einarssonar lék ljúfa tóna á þriðjudagskvöldið. Frá vinstri eru tónlistarmennirnir Samúel Jón Samúelsson, Tómas R., Matthías Hemstock og Ómar Guðjónsson.Fréttablaðið/Stefán
Latinkvartett Tómasar R. Einarssonar lék ljúfa tóna á þriðjudagskvöldið. Frá vinstri eru tónlistarmennirnir Samúel Jón Samúelsson, Tómas R., Matthías Hemstock og Ómar Guðjónsson.Fréttablaðið/Stefán
Ný djasstónleikaröð hóf göngu sína á Kex Hosteli á þriðjudagskvöld. Það var Latinkvartett Tómasar R. Einarssonar sem reið á vaðið og kunnu gestir vel að meta ljúfa tóna sveitarinnar. Sigurður Flosason tónlistarmaður sér um skipulagningu tónleikaraðarinnar, sem verður á þriðjudagskvöldum næstu vikurnar hið minnsta. Í næstu viku treður Sigurður sjálfur upp með Standardakvartett sínum og þar á eftir er komið að Tríói Kristjönu Stefánsdóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.