Ingvari gert að greiða Kaupþingi 2,6 milljarða Stígur Helgason skrifar 3. nóvember 2011 11:00 Ingvar Vilhjálmsson Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Kaupþingi, þarf að greiða þrotabúi bankans 2,6 milljarða króna sem hann fékk að láni til hlutabréfakaupa fyrir hrun. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hefur staðfest tvær riftunarákvarðanir slitastjórnar bankans. Slitastjórn ákvað í vor að rifta þeirri ákvörðun stjórnar gamla bankans að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna af lánum til hlutabréfakaupa. Sú ákvörðun var tekin rétt fyrir hrun til að skera starfsfólkið úr snörunni vegna yfirvofandi þrots bankans. Alls fengu 80 starfsmenn Kaupþings samtals 32 milljarða króna að láni hjá bankanum fyrir hlutabréfakaupum í bankanum sjálfum. Daginn eftir setningu neyðarlaganna, 7. október 2008, flutti Ingvar skuldina í einkahlutafélag á eigin nafni. Kaupþing rifti einnig þeim gjörningi og fellst héraðsdómur á þá ákvörðun. Í niðurstöðu dómsins segir að svo virðist sem engar þær eignir hafi verið til í félaginu sem hefðu getað staðið undir greiðslu af láninu. „Af því verður ekki annað ráðið en að skuldaraskiptin hafi verið til málamynda eingöngu gerð í þeim tilgangi að losa stefnda undan persónulegri ábyrgð á lánssamningnum.“ Alls fengu ríflega sextíu starfsmenn Kaupþings lán til hlutabréfakaupa. Eftir ákvörðunina um að rifta niðurfellingu ábyrgðarinnar hefur slitastjórnin samið við ríflega helming þeirra um endurgreiðslur á hluta skuldanna, með fyrirvara um að dómar falli slitastjórninni í hag. Dómar hafa til þessa verið misvísandi. Mörg stærstu málin hafa hins vegar ratað fyrir dómstóla. Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Kaupþingi, þarf að greiða þrotabúi bankans 2,6 milljarða króna sem hann fékk að láni til hlutabréfakaupa fyrir hrun. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hefur staðfest tvær riftunarákvarðanir slitastjórnar bankans. Slitastjórn ákvað í vor að rifta þeirri ákvörðun stjórnar gamla bankans að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna af lánum til hlutabréfakaupa. Sú ákvörðun var tekin rétt fyrir hrun til að skera starfsfólkið úr snörunni vegna yfirvofandi þrots bankans. Alls fengu 80 starfsmenn Kaupþings samtals 32 milljarða króna að láni hjá bankanum fyrir hlutabréfakaupum í bankanum sjálfum. Daginn eftir setningu neyðarlaganna, 7. október 2008, flutti Ingvar skuldina í einkahlutafélag á eigin nafni. Kaupþing rifti einnig þeim gjörningi og fellst héraðsdómur á þá ákvörðun. Í niðurstöðu dómsins segir að svo virðist sem engar þær eignir hafi verið til í félaginu sem hefðu getað staðið undir greiðslu af láninu. „Af því verður ekki annað ráðið en að skuldaraskiptin hafi verið til málamynda eingöngu gerð í þeim tilgangi að losa stefnda undan persónulegri ábyrgð á lánssamningnum.“ Alls fengu ríflega sextíu starfsmenn Kaupþings lán til hlutabréfakaupa. Eftir ákvörðunina um að rifta niðurfellingu ábyrgðarinnar hefur slitastjórnin samið við ríflega helming þeirra um endurgreiðslur á hluta skuldanna, með fyrirvara um að dómar falli slitastjórninni í hag. Dómar hafa til þessa verið misvísandi. Mörg stærstu málin hafa hins vegar ratað fyrir dómstóla.
Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira