Lífið

Nýliðarnir á tískupöllunum slá í gegn

Josephine Skriver.
Josephine Skriver.
Tískuvikunum í New York, London og París lauk í september og voru nokkur ný andlit áberandi á tískupöllunum þetta árið. Danska fyrirsætan Josephine Skriver er á meðal þeirra sem hafa verið að gera það gott auk rússnesku fyrirsætunnar Juju Ivanyuk.

Við tókum saman nokkrar af þeim helstu sem þykja hafa slegið í gegn.



Josephine Skriver

Aldur: 18 ára.

Þjóðerni: Dönsk.

Hvar hefur þú séð hana?

Skriver fór að vekja töluverða athygli í vetur og hefur sýnt fyrir Calvin Klein, Rag & Bone, Preen, Gucci og Max Mara. Í lok sumars opnaði hún sýningu Albertu Ferretti og lokaði einnig sýningu Prada. Við eigum án efa eftir að sjá miklu meira af Skriver í nánustu framtíð.

Codie Young.
Codie Young

Aldur: 18

Þjóðerni: Áströlsk

Hvar hefur þú séð hana?

Young sýndi eitt sinn 39 sýningar í röð. Stúlkan hefur bókað verkefni nánast daglega undanfarnar vikur og á eftir að verða stórstjarna innan tískuheimsins. Hún hefur meðal annars sýnt hjá Calvin Klein, Dries Van Noten, Chanel, Richard Chi og Marc by Marc Jacobs.

Carola Remer.
Carola Remer

Aldur: 20 ára

Þjóðerni: Þýsk

Hvar hefur þú séð hana?

Remer hefur sýnt fyrir hönnuði á borð við Diane von Furstenberg, Tom Ford, Rochas, Ohne Titel, Halston, Cacharel, Ralph Lauren, Gianfranco Ferre, Moschino, Sportmax, Jean-Paul Gaultier og Emilio Pucci. Að auki hefur hún prýtt auglýsingar Agent Provocateur og setið fyrir í tímaritunum Harper's Bazaar, Self Service og hinu kínverska Vogue.

Xiao Wen Ju.
Xiao Wen Ju

Aldur: Ekki vitað

Þjóðerni: Kínversk

Hvar hefur þú séð hana? Xiao Wen Ju hóf fyrirsætuferil sinn í fyrra og er þekkt fyrir dúkkulegt útlit. Hún hefur sýnt hjá 3.1 Phillip Lim, DKNY, Louis Vuitton, Mugler og Prada og setið fyrir í tímaritum á borð við Interview og Vogue.

Juju Ivanyuk.


Juju Ivanyuk


Aldur: 20 ára

Þjóðerni: Rússnesk

Hvar hefur þú séð hana?

Ivanyuk hefur slegið í gegn undanfarið ár og verið í sýningum hjá m.a. Calvin Klein, Donnu Karan, Marc Jacobs, Dolce Gabbana, Jil Sander, Chanel, YSL og Miu Miu. Auk þess hefur hún prýtt síður fjölda tískutímarita.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.