Gæti gegnt mikilvægu ráðgjafarhlutverki 25. október 2011 04:30 Mikilvægi Íslands Paul Collier segir þróunarlönd geta lært mikið af uppgangi Íslands úr fátækt til velmegunar. Fréttablaðið/Vilhelm Hagfræðingurinn Paul Collier, sem hefur helgað sig rannsóknum á þróunarríkjum og þróunaraðstoð, segir Ísland geta gegnt mikilvægu hlutverki á sviði þróunaraðstoðar. Collier hélt vel sóttan fyrirlestur í Öskju fyrir helgi, sem var í tilefni af 40 ára afmæli íslenskrar þróunarsamvinnu. Eftir fundinn sagði hann í viðtali við Fréttablaðið að mörg þróunarlandanna bæru svipuð einkenni og Ísland á árum áður. „Þau eru mörg hver smá, afskekkt, hafa gengið í gegnum efnahagsáföll og eru oftar en ekki auðug af náttúruauðlindum. Ég hefði þess vegna getað verið að lýsa Íslandi, en munurinn er að þið hafið barist frá fátækt upp í velmegun, andstætt hinum löndunum. Það gefur ykkur trúverðuga rödd í samskiptum við þessi ríki,“ sagði Collier. Við það bætist, að sögn Colliers, að þau ríki sem helst standa höllum fæti, en eru að reyna að vinna sig upp, leita síður til stærri ríkja á alþjóðasviðinu. „Löndin á botninum eru mun viljugri til að læra af ykkur en frá fyrrverandi nýlenduveldum eða risaveldunum á heimsvísu. Til dæmis hafa fimmtíu þróunarlönd leitað til Noregs vegna ráðgjafar um umsýslu alþjóðlegra eigna. Það er miklu ásættanlegra en að leita til Bandaríkjanna um svipuð mál. Þess vegna gæti Ísland með öllum sínum kostum og göllum verið góð fyrirmynd fyrir mörg lönd sem hafa nýlega öðlast meiri velmegun.“ - þj Fréttir Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Hagfræðingurinn Paul Collier, sem hefur helgað sig rannsóknum á þróunarríkjum og þróunaraðstoð, segir Ísland geta gegnt mikilvægu hlutverki á sviði þróunaraðstoðar. Collier hélt vel sóttan fyrirlestur í Öskju fyrir helgi, sem var í tilefni af 40 ára afmæli íslenskrar þróunarsamvinnu. Eftir fundinn sagði hann í viðtali við Fréttablaðið að mörg þróunarlandanna bæru svipuð einkenni og Ísland á árum áður. „Þau eru mörg hver smá, afskekkt, hafa gengið í gegnum efnahagsáföll og eru oftar en ekki auðug af náttúruauðlindum. Ég hefði þess vegna getað verið að lýsa Íslandi, en munurinn er að þið hafið barist frá fátækt upp í velmegun, andstætt hinum löndunum. Það gefur ykkur trúverðuga rödd í samskiptum við þessi ríki,“ sagði Collier. Við það bætist, að sögn Colliers, að þau ríki sem helst standa höllum fæti, en eru að reyna að vinna sig upp, leita síður til stærri ríkja á alþjóðasviðinu. „Löndin á botninum eru mun viljugri til að læra af ykkur en frá fyrrverandi nýlenduveldum eða risaveldunum á heimsvísu. Til dæmis hafa fimmtíu þróunarlönd leitað til Noregs vegna ráðgjafar um umsýslu alþjóðlegra eigna. Það er miklu ásættanlegra en að leita til Bandaríkjanna um svipuð mál. Þess vegna gæti Ísland með öllum sínum kostum og göllum verið góð fyrirmynd fyrir mörg lönd sem hafa nýlega öðlast meiri velmegun.“ - þj
Fréttir Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira