Þjóðlenduúrskurður á leið fyrir dómstóla 12. október 2011 06:00 Réttarsalur. Óbyggðanefnd hefur úrskurðað níu svæði á Tröllaskaga sem þjóðlendur og afrétt. Deilt var um fjórtán svæði. Nefndin segir eitt svæðanna að auki vera þjóðlendu og afrétt að hluta. Fjögur svæði séu hins vegar eignarlönd. Óbyggðanefnd segir meðal annars að Hnjótafjall sunnan Atlastaða í Dalvíkurbyggð sé þjóðlenda. „Þetta teljum við vera alrangt,“ segir Einar Sigurbjörnsson prófessor sem árið 2004 keypti Atlastaði ásamt eiginkonu sinni. „Þarna er um að ræða svæði sem verið hefur í einkaeigu öldum saman þótt það hafi ekki legið undir Atlastaði fyrr en á nítjándu öld. Það er mjög furðulegt að fara svona með eignir sem hafa gengið kaupum og sölum og bara þjóðnýta á einu bretti eins og ekkert sé. Ég geri ráð fyrir því að við munum áfrýja þessu eins og fleiri,“ segir Einar. Agnar Gunnarsson, bóndi og oddviti Akrahrepps, kveðst langt í frá vera sáttur með þann úrskurð að Silfrastaðaafréttur sé þjóðlenda. „Við teljum að hreppurinn eigi þetta land. Þetta er alls engin þjóðlenda heldur land sem var keypt af bóndanum á Silfrastöðum fyrir rúmlega 110 árum.“ Áður hefur verið úrskurðað um annan hluta af Silfrastaðaafrétt með sömu niðurstöðu. Akrahreppur rekur það mál nú fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra. „Ég reikna með að við förum sömu leið með þetta mál. Við berum ábyrgð á því að reyna að vernda eignir sveitarfélagsins,“ segir oddvitinn. Málunum fjórtán var skipt á tvo úrskurði, annars vegar vegna Eyjafjarðar ásamt Lágheiði en án Almennings norðan Hrauna og hins vegar á Skagafjörð ásamt Almenningi norðan Hrauna en án Lágheiðar. Óbyggðanefnd segir Vífilsstaði/Kot, Þorvaldsdalsafrétt, Almenning norðan Hrauna og Kolbeinsdalsafrétt vera eignarlönd. Hnjótafjall, Skíðadalsafrétt, Möðruvallaafrétt, Bakkasel, Stífluafrétt og Lágheiði, Hrolleifsdalsafrétt, Flókadalsafrétt, Unadals- og Deildardalsafréttir, Silfrastaðaafrétt og Krossland séu þjóðlenda og afréttur eða í afréttareign. Þjóðlenda en ekki afréttur sé landsvæði norðaustan Stífluafréttar og Lágheiðar. Óbyggðanefnd segir að vegna sparnaðar í ríkisfjármálum hafi nefndin nú engin þjóðlendumál til meðferðar. Þá muni fjármálaráðherra ekki lýsa kröfum ríkisins um þjóðlendur fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2012. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Óbyggðanefnd hefur úrskurðað níu svæði á Tröllaskaga sem þjóðlendur og afrétt. Deilt var um fjórtán svæði. Nefndin segir eitt svæðanna að auki vera þjóðlendu og afrétt að hluta. Fjögur svæði séu hins vegar eignarlönd. Óbyggðanefnd segir meðal annars að Hnjótafjall sunnan Atlastaða í Dalvíkurbyggð sé þjóðlenda. „Þetta teljum við vera alrangt,“ segir Einar Sigurbjörnsson prófessor sem árið 2004 keypti Atlastaði ásamt eiginkonu sinni. „Þarna er um að ræða svæði sem verið hefur í einkaeigu öldum saman þótt það hafi ekki legið undir Atlastaði fyrr en á nítjándu öld. Það er mjög furðulegt að fara svona með eignir sem hafa gengið kaupum og sölum og bara þjóðnýta á einu bretti eins og ekkert sé. Ég geri ráð fyrir því að við munum áfrýja þessu eins og fleiri,“ segir Einar. Agnar Gunnarsson, bóndi og oddviti Akrahrepps, kveðst langt í frá vera sáttur með þann úrskurð að Silfrastaðaafréttur sé þjóðlenda. „Við teljum að hreppurinn eigi þetta land. Þetta er alls engin þjóðlenda heldur land sem var keypt af bóndanum á Silfrastöðum fyrir rúmlega 110 árum.“ Áður hefur verið úrskurðað um annan hluta af Silfrastaðaafrétt með sömu niðurstöðu. Akrahreppur rekur það mál nú fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra. „Ég reikna með að við förum sömu leið með þetta mál. Við berum ábyrgð á því að reyna að vernda eignir sveitarfélagsins,“ segir oddvitinn. Málunum fjórtán var skipt á tvo úrskurði, annars vegar vegna Eyjafjarðar ásamt Lágheiði en án Almennings norðan Hrauna og hins vegar á Skagafjörð ásamt Almenningi norðan Hrauna en án Lágheiðar. Óbyggðanefnd segir Vífilsstaði/Kot, Þorvaldsdalsafrétt, Almenning norðan Hrauna og Kolbeinsdalsafrétt vera eignarlönd. Hnjótafjall, Skíðadalsafrétt, Möðruvallaafrétt, Bakkasel, Stífluafrétt og Lágheiði, Hrolleifsdalsafrétt, Flókadalsafrétt, Unadals- og Deildardalsafréttir, Silfrastaðaafrétt og Krossland séu þjóðlenda og afréttur eða í afréttareign. Þjóðlenda en ekki afréttur sé landsvæði norðaustan Stífluafréttar og Lágheiðar. Óbyggðanefnd segir að vegna sparnaðar í ríkisfjármálum hafi nefndin nú engin þjóðlendumál til meðferðar. Þá muni fjármálaráðherra ekki lýsa kröfum ríkisins um þjóðlendur fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2012. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?