Tugir bjóðast til að gefa 16 ára pilti nýra 29. september 2011 06:30 Skilunardeild 13B nýrnadeild Landspítali-háskólasjúkrahús Hringbraut Tugir Íslendinga hafa boðist til að gefa sextán ára dreng nýra úr sér eftir að amma hans sendi út neyðarkall á Facebook. Drengurinn, Sævar Ingi, berst við bandvefssjúkdóm sem heitir Alport-syndrome og þarf á nýrnaígræðslu að halda. „Við erum heldur betur hissa, ég bara á ekki til orð,“ segir Katrín Lilja Gunnarsdóttir, móðir Sævars, um þau miklu viðbrögð sem fjölskyldan hefur fengið. Móðir hennar, Vigdís Óskarsdóttir, bjó til síðu á Facebook á þriðjudagskvöld þar sem hún lýsti aðstæðum fjölskyldunnar. Ástand Sævars hefur versnað mikið á þessu ári og nýrnastarfsemi hans er komin niður í níu prósent. Búið er að kanna flesta ættingja hans en enginn þeirra var talinn kjörinn nýrnagjafi. Vigdís vildi því óska eftir fjárframlögum til að létta fjölskyldunni róðurinn, en Katrín Lilja er einstæð tveggja barna móðir. „Ég ætlaði upphaflega bara að láta þetta á statusinn hjá mér,“ segir Vigdís, en síðan vakti strax mikla athygli og tugir hafa látið í ljós vilja til að athuga hvort þeir geti gefið úr sér nýra. Sævar þarf að eyða löngum stundum á spítala, og var fjölskyldan á leið þangað þegar Fréttablaðið ræddi við Katrínu í gær. „Hann er orðinn það mikið veikur að maður veit aldrei hvenær hann þarf næst að fara á sjúkrahúsið. En það er vel fylgst með honum.“ Sjúkdómurinn er sjaldgæfur og Katrín segir sjaldgæft að fólk veikist eins alvarlega og hratt og Sævar. Katrín segir að fólk haldi sífellt áfram að bætast í hópinn. Hún tekur sjálf við pósti frá fólki og kemur upplýsingum svo áfram til lækna Sævars. Það fer því talsverð vinna í að safna saman upplýsingunum, en það er þessi virði, segir Katrín. „Þetta er bara eitthvað sem kom upp í gærkvöldi (þriðjudag), ég var ekki búin að setja mig í neinar stellingar og ekki búin að ræða þetta við lækninn heldur. Hann verður ábyggilega mjög glaður.“ Fjölskyldan er djúpt snortin og Katrín vill koma á framfæri miklu þakklæti til fólks sem hefur haft samband við hana. „Þetta er sko ekki slæmt land að búa í. Samstaðan er ótrúleg.“ thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Tugir Íslendinga hafa boðist til að gefa sextán ára dreng nýra úr sér eftir að amma hans sendi út neyðarkall á Facebook. Drengurinn, Sævar Ingi, berst við bandvefssjúkdóm sem heitir Alport-syndrome og þarf á nýrnaígræðslu að halda. „Við erum heldur betur hissa, ég bara á ekki til orð,“ segir Katrín Lilja Gunnarsdóttir, móðir Sævars, um þau miklu viðbrögð sem fjölskyldan hefur fengið. Móðir hennar, Vigdís Óskarsdóttir, bjó til síðu á Facebook á þriðjudagskvöld þar sem hún lýsti aðstæðum fjölskyldunnar. Ástand Sævars hefur versnað mikið á þessu ári og nýrnastarfsemi hans er komin niður í níu prósent. Búið er að kanna flesta ættingja hans en enginn þeirra var talinn kjörinn nýrnagjafi. Vigdís vildi því óska eftir fjárframlögum til að létta fjölskyldunni róðurinn, en Katrín Lilja er einstæð tveggja barna móðir. „Ég ætlaði upphaflega bara að láta þetta á statusinn hjá mér,“ segir Vigdís, en síðan vakti strax mikla athygli og tugir hafa látið í ljós vilja til að athuga hvort þeir geti gefið úr sér nýra. Sævar þarf að eyða löngum stundum á spítala, og var fjölskyldan á leið þangað þegar Fréttablaðið ræddi við Katrínu í gær. „Hann er orðinn það mikið veikur að maður veit aldrei hvenær hann þarf næst að fara á sjúkrahúsið. En það er vel fylgst með honum.“ Sjúkdómurinn er sjaldgæfur og Katrín segir sjaldgæft að fólk veikist eins alvarlega og hratt og Sævar. Katrín segir að fólk haldi sífellt áfram að bætast í hópinn. Hún tekur sjálf við pósti frá fólki og kemur upplýsingum svo áfram til lækna Sævars. Það fer því talsverð vinna í að safna saman upplýsingunum, en það er þessi virði, segir Katrín. „Þetta er bara eitthvað sem kom upp í gærkvöldi (þriðjudag), ég var ekki búin að setja mig í neinar stellingar og ekki búin að ræða þetta við lækninn heldur. Hann verður ábyggilega mjög glaður.“ Fjölskyldan er djúpt snortin og Katrín vill koma á framfæri miklu þakklæti til fólks sem hefur haft samband við hana. „Þetta er sko ekki slæmt land að búa í. Samstaðan er ótrúleg.“ thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira