Ljósleiðari og raflína lögð að Veiðivötnum 27. september 2011 06:15 Línan í Veiðivötn Veiði- og fiskiræktarfélag Landmannaafréttar ásamt Neyðarlínunni vilja bæta öryggi á svæðinu í kringum Veiðivötn með lagningu rafmagns og ljósleiðara á svæðið. Kortið sýnir fyrirhugað línustæði frá Vatnsfelli að Snjóöldu. Kort/Mannvit Lagning rafmagnslínu og ljósleiðara upp í Veiðivötn og Snjóöldu á að stórbæta öryggi manna á svæðinu. Um er að ræða samvinnuverkefni Neyðarlínunnar og Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar. Rafmagnsstrengurinn og ljósleiðarinn verða lagðir saman um 22 kílómetra leið frá fjarskiptastöðinni í Vatnsfelli um Veiðivötn í Snjóöldu þar sem Neyðarlínan er með fjarskiptasendi. Best sé að ná að ljúka verkinu áður en vetur gengur í garð. „Það hafa orðið alvarleg slys í Veiðivötnum sem gera að verkum að við teljum þetta forgangsmál. Þetta er líka talsvert öryggismál fyrir okkur að leggja rafmagn,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og vísar til þess að fjarskiptasendar á svæðinu taki orku úr ljósavélum. Þær geti bilað auk þess sem af þeim stafi bæði loft- og hljóðmengun. Hreppsráð Rangárþings ytra kveðst fagna framtakinu og samþykkir verkefnið fyrir sitt leyti. Byggingarfulltrúi sveitarfélagins bíður hins vegar umsagnar Umhverfistofnunar áður en hann gefur út framkvæmdaleyfi. Ætlunin er að grafa ekki fyrir línunum heldur plægja þær niður. Þórhallur segir leiðina að mestu liggja um eyðisanda og vegslóðum fylgt að hluta. „Það er ekkert rask af þessu,“ segir hann. Guðfinna Þorvaldsdóttir, oddviti Rangárþings ytra, segir mikilvægt að losna við þá hættu sem skapist af því að menn noti aðra hita- og ljósgjafa en rafmagn í veiðihúsum á svæðinu. Þá muni tryggara fjarskiptasamband bæta mjög öryggi allra á svæðinu og nýtast ekki síst við björgunarstörf. „Þetta getur ekki verið annað en öllum til góða,“ segir Guðfinna. Kjartan Magnússon, formaður Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar, segir línurnar vera algera byltingu. Á vegum félagsins séu á bilinu fimmtán til tuttugu hús á svæðinu. Í sumum er rafmagn frá olíurafstöðvum. Önnur eru kynt með gasi. „Það eru gríðarlegir hagsmunir að losna við gasið úr húsunum. Það hefur valdið okkur áhyggjum og tjóni,“ segir hann. Að sögn Kjartans er ekki gefið upp að sinni hver áætlaður kostnaður sé. Ljóst sé þó að framkvæmdin borgi sig til lengri tíma. Meðal annars verði nú unnt að hafa hita á húsakostinum yfir veturinn. „Það á að gera endingartíma húsanna margfalt lengri,“ segir formaður veiðifélagsins. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
Lagning rafmagnslínu og ljósleiðara upp í Veiðivötn og Snjóöldu á að stórbæta öryggi manna á svæðinu. Um er að ræða samvinnuverkefni Neyðarlínunnar og Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar. Rafmagnsstrengurinn og ljósleiðarinn verða lagðir saman um 22 kílómetra leið frá fjarskiptastöðinni í Vatnsfelli um Veiðivötn í Snjóöldu þar sem Neyðarlínan er með fjarskiptasendi. Best sé að ná að ljúka verkinu áður en vetur gengur í garð. „Það hafa orðið alvarleg slys í Veiðivötnum sem gera að verkum að við teljum þetta forgangsmál. Þetta er líka talsvert öryggismál fyrir okkur að leggja rafmagn,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og vísar til þess að fjarskiptasendar á svæðinu taki orku úr ljósavélum. Þær geti bilað auk þess sem af þeim stafi bæði loft- og hljóðmengun. Hreppsráð Rangárþings ytra kveðst fagna framtakinu og samþykkir verkefnið fyrir sitt leyti. Byggingarfulltrúi sveitarfélagins bíður hins vegar umsagnar Umhverfistofnunar áður en hann gefur út framkvæmdaleyfi. Ætlunin er að grafa ekki fyrir línunum heldur plægja þær niður. Þórhallur segir leiðina að mestu liggja um eyðisanda og vegslóðum fylgt að hluta. „Það er ekkert rask af þessu,“ segir hann. Guðfinna Þorvaldsdóttir, oddviti Rangárþings ytra, segir mikilvægt að losna við þá hættu sem skapist af því að menn noti aðra hita- og ljósgjafa en rafmagn í veiðihúsum á svæðinu. Þá muni tryggara fjarskiptasamband bæta mjög öryggi allra á svæðinu og nýtast ekki síst við björgunarstörf. „Þetta getur ekki verið annað en öllum til góða,“ segir Guðfinna. Kjartan Magnússon, formaður Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar, segir línurnar vera algera byltingu. Á vegum félagsins séu á bilinu fimmtán til tuttugu hús á svæðinu. Í sumum er rafmagn frá olíurafstöðvum. Önnur eru kynt með gasi. „Það eru gríðarlegir hagsmunir að losna við gasið úr húsunum. Það hefur valdið okkur áhyggjum og tjóni,“ segir hann. Að sögn Kjartans er ekki gefið upp að sinni hver áætlaður kostnaður sé. Ljóst sé þó að framkvæmdin borgi sig til lengri tíma. Meðal annars verði nú unnt að hafa hita á húsakostinum yfir veturinn. „Það á að gera endingartíma húsanna margfalt lengri,“ segir formaður veiðifélagsins. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira