Ljósleiðari og raflína lögð að Veiðivötnum 27. september 2011 06:15 Línan í Veiðivötn Veiði- og fiskiræktarfélag Landmannaafréttar ásamt Neyðarlínunni vilja bæta öryggi á svæðinu í kringum Veiðivötn með lagningu rafmagns og ljósleiðara á svæðið. Kortið sýnir fyrirhugað línustæði frá Vatnsfelli að Snjóöldu. Kort/Mannvit Lagning rafmagnslínu og ljósleiðara upp í Veiðivötn og Snjóöldu á að stórbæta öryggi manna á svæðinu. Um er að ræða samvinnuverkefni Neyðarlínunnar og Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar. Rafmagnsstrengurinn og ljósleiðarinn verða lagðir saman um 22 kílómetra leið frá fjarskiptastöðinni í Vatnsfelli um Veiðivötn í Snjóöldu þar sem Neyðarlínan er með fjarskiptasendi. Best sé að ná að ljúka verkinu áður en vetur gengur í garð. „Það hafa orðið alvarleg slys í Veiðivötnum sem gera að verkum að við teljum þetta forgangsmál. Þetta er líka talsvert öryggismál fyrir okkur að leggja rafmagn,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og vísar til þess að fjarskiptasendar á svæðinu taki orku úr ljósavélum. Þær geti bilað auk þess sem af þeim stafi bæði loft- og hljóðmengun. Hreppsráð Rangárþings ytra kveðst fagna framtakinu og samþykkir verkefnið fyrir sitt leyti. Byggingarfulltrúi sveitarfélagins bíður hins vegar umsagnar Umhverfistofnunar áður en hann gefur út framkvæmdaleyfi. Ætlunin er að grafa ekki fyrir línunum heldur plægja þær niður. Þórhallur segir leiðina að mestu liggja um eyðisanda og vegslóðum fylgt að hluta. „Það er ekkert rask af þessu,“ segir hann. Guðfinna Þorvaldsdóttir, oddviti Rangárþings ytra, segir mikilvægt að losna við þá hættu sem skapist af því að menn noti aðra hita- og ljósgjafa en rafmagn í veiðihúsum á svæðinu. Þá muni tryggara fjarskiptasamband bæta mjög öryggi allra á svæðinu og nýtast ekki síst við björgunarstörf. „Þetta getur ekki verið annað en öllum til góða,“ segir Guðfinna. Kjartan Magnússon, formaður Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar, segir línurnar vera algera byltingu. Á vegum félagsins séu á bilinu fimmtán til tuttugu hús á svæðinu. Í sumum er rafmagn frá olíurafstöðvum. Önnur eru kynt með gasi. „Það eru gríðarlegir hagsmunir að losna við gasið úr húsunum. Það hefur valdið okkur áhyggjum og tjóni,“ segir hann. Að sögn Kjartans er ekki gefið upp að sinni hver áætlaður kostnaður sé. Ljóst sé þó að framkvæmdin borgi sig til lengri tíma. Meðal annars verði nú unnt að hafa hita á húsakostinum yfir veturinn. „Það á að gera endingartíma húsanna margfalt lengri,“ segir formaður veiðifélagsins. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Lagning rafmagnslínu og ljósleiðara upp í Veiðivötn og Snjóöldu á að stórbæta öryggi manna á svæðinu. Um er að ræða samvinnuverkefni Neyðarlínunnar og Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar. Rafmagnsstrengurinn og ljósleiðarinn verða lagðir saman um 22 kílómetra leið frá fjarskiptastöðinni í Vatnsfelli um Veiðivötn í Snjóöldu þar sem Neyðarlínan er með fjarskiptasendi. Best sé að ná að ljúka verkinu áður en vetur gengur í garð. „Það hafa orðið alvarleg slys í Veiðivötnum sem gera að verkum að við teljum þetta forgangsmál. Þetta er líka talsvert öryggismál fyrir okkur að leggja rafmagn,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og vísar til þess að fjarskiptasendar á svæðinu taki orku úr ljósavélum. Þær geti bilað auk þess sem af þeim stafi bæði loft- og hljóðmengun. Hreppsráð Rangárþings ytra kveðst fagna framtakinu og samþykkir verkefnið fyrir sitt leyti. Byggingarfulltrúi sveitarfélagins bíður hins vegar umsagnar Umhverfistofnunar áður en hann gefur út framkvæmdaleyfi. Ætlunin er að grafa ekki fyrir línunum heldur plægja þær niður. Þórhallur segir leiðina að mestu liggja um eyðisanda og vegslóðum fylgt að hluta. „Það er ekkert rask af þessu,“ segir hann. Guðfinna Þorvaldsdóttir, oddviti Rangárþings ytra, segir mikilvægt að losna við þá hættu sem skapist af því að menn noti aðra hita- og ljósgjafa en rafmagn í veiðihúsum á svæðinu. Þá muni tryggara fjarskiptasamband bæta mjög öryggi allra á svæðinu og nýtast ekki síst við björgunarstörf. „Þetta getur ekki verið annað en öllum til góða,“ segir Guðfinna. Kjartan Magnússon, formaður Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar, segir línurnar vera algera byltingu. Á vegum félagsins séu á bilinu fimmtán til tuttugu hús á svæðinu. Í sumum er rafmagn frá olíurafstöðvum. Önnur eru kynt með gasi. „Það eru gríðarlegir hagsmunir að losna við gasið úr húsunum. Það hefur valdið okkur áhyggjum og tjóni,“ segir hann. Að sögn Kjartans er ekki gefið upp að sinni hver áætlaður kostnaður sé. Ljóst sé þó að framkvæmdin borgi sig til lengri tíma. Meðal annars verði nú unnt að hafa hita á húsakostinum yfir veturinn. „Það á að gera endingartíma húsanna margfalt lengri,“ segir formaður veiðifélagsins. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira