Íslendingar í stórmyndinni Faust 8. september 2011 08:00 Stórmyndin Faust í leikstjórn Alexander Sokurov verður frumsýnd í kvöld. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi og skartar íslenskum leikurum í aukahlutverkum. Leikaranum Sigurði Skúlasyni bregður fyrir á tveimur stöðum í stiklu rússnesku stórmyndarinnar Faust. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu fer Sigurður með aukahlutverk í myndinni sem var að litlu leyti tekin upp hér á landi fyrir tveimur árum. Hann lék í tveimur atriðum í Faust og er ánægður með að hafa ekki verið klipptur út. „Maður veit aldrei þegar maður er að leika í einum eða tveimur senum í myndum. Stundum er maður klipptur út en mér sýnist ég vera þarna inni," segir Sigurður, sem skemmti sér vel við tökurnar.Alexander Sokurov.„Það var gaman að lenda í þessu ævintýri að taka þátt í mynd af þessari stærðargráðu og með þessum leikstjóra sem mér finnst ótrúlega góður," segir hann og á við Alexander Sokurov, einn virtasta leikstjóra Rússa. „Hann er einn sérstæðasti og besti kvikmyndaleikstjóri sem ég hef starfað með." Gerð Faust tók þrjú ár, þar af fóru tvö í eftirvinnslu sem er óvenjulega langur tími. „Hann mótar sínar myndir alveg frá a til ö. Þetta er hans sköpunarverk að öllu leyti," segir Sigurður um leikstjórann. Framleiðslukostnaður Faust nam hundruðum milljóna króna. Þar af var sjötíu milljónum eytt hér á landi vegna kvikmyndatakanna sem voru unnar í samstarfi við Saga Film. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í kvöld og hún verður einnig sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, Riff. Sigurði var ekki boðið á frumsýninguna í Feneyjum en hann ætlar á sýninguna hér á landi. Forsvarsmenn Riff hafa reynt að fá Sokurov til Íslands en óvíst er hvort hann þekkist boðið. Leikstjórinn fékk heiðursverðlaun hátíðarinnar árið 2006.Ævar Þór Benediktsson og Hjörtur Jóhann Jónsson.Auk Sigurðar koma Svandís Dóra Einarsdóttir og Hilmar Guðjónsson við sögu í myndinni í litlum hlutverkum og einnig leika þeir Hjörtur Jóhann Jónsson og Ævar Þór Benediktsson hermenn. Hilmar Guðjónsson, sem leikur annað aðalhlutverkanna í Á annan veg sem var frumsýnd um síðustu helgi, segist ekkert vita hvort hann hafi verið klipptur út úr Faust eður ei. „Ég lék Kaín úr Biblíunni. Hann drepur bróður sinn og þarf að éta sjálfan sig," segir Hilmar. „Það var smíðaður á mig gervifótur þar sem sást inn í bein við hnéð. Þar át ég parmaskinku og sultu íklæddur gæru í vetrarkulda úti í hrauni. Það var eina atriðið mitt." Svandís Dóra lék Medeu í litlu atriði þar sem djöfullinn Mefisto sýnir Faust undirheimana þar sem Medea er stödd. „Hún er eiginlega bara gengin af göflunum. Hún er föst í helvíti og alveg sturluð," segir Svandís Dóra um atriðið. Hún hafði gaman af samstarfinu við Sokurov. „Hann var alveg meiriháttar. Það var þvílík reynsla og upplifun að fá að vinna með svona manni." freyr@frettabladid.isHjörtur Jóhann Jónsson Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Stórmyndin Faust í leikstjórn Alexander Sokurov verður frumsýnd í kvöld. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi og skartar íslenskum leikurum í aukahlutverkum. Leikaranum Sigurði Skúlasyni bregður fyrir á tveimur stöðum í stiklu rússnesku stórmyndarinnar Faust. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu fer Sigurður með aukahlutverk í myndinni sem var að litlu leyti tekin upp hér á landi fyrir tveimur árum. Hann lék í tveimur atriðum í Faust og er ánægður með að hafa ekki verið klipptur út. „Maður veit aldrei þegar maður er að leika í einum eða tveimur senum í myndum. Stundum er maður klipptur út en mér sýnist ég vera þarna inni," segir Sigurður, sem skemmti sér vel við tökurnar.Alexander Sokurov.„Það var gaman að lenda í þessu ævintýri að taka þátt í mynd af þessari stærðargráðu og með þessum leikstjóra sem mér finnst ótrúlega góður," segir hann og á við Alexander Sokurov, einn virtasta leikstjóra Rússa. „Hann er einn sérstæðasti og besti kvikmyndaleikstjóri sem ég hef starfað með." Gerð Faust tók þrjú ár, þar af fóru tvö í eftirvinnslu sem er óvenjulega langur tími. „Hann mótar sínar myndir alveg frá a til ö. Þetta er hans sköpunarverk að öllu leyti," segir Sigurður um leikstjórann. Framleiðslukostnaður Faust nam hundruðum milljóna króna. Þar af var sjötíu milljónum eytt hér á landi vegna kvikmyndatakanna sem voru unnar í samstarfi við Saga Film. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í kvöld og hún verður einnig sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, Riff. Sigurði var ekki boðið á frumsýninguna í Feneyjum en hann ætlar á sýninguna hér á landi. Forsvarsmenn Riff hafa reynt að fá Sokurov til Íslands en óvíst er hvort hann þekkist boðið. Leikstjórinn fékk heiðursverðlaun hátíðarinnar árið 2006.Ævar Þór Benediktsson og Hjörtur Jóhann Jónsson.Auk Sigurðar koma Svandís Dóra Einarsdóttir og Hilmar Guðjónsson við sögu í myndinni í litlum hlutverkum og einnig leika þeir Hjörtur Jóhann Jónsson og Ævar Þór Benediktsson hermenn. Hilmar Guðjónsson, sem leikur annað aðalhlutverkanna í Á annan veg sem var frumsýnd um síðustu helgi, segist ekkert vita hvort hann hafi verið klipptur út úr Faust eður ei. „Ég lék Kaín úr Biblíunni. Hann drepur bróður sinn og þarf að éta sjálfan sig," segir Hilmar. „Það var smíðaður á mig gervifótur þar sem sást inn í bein við hnéð. Þar át ég parmaskinku og sultu íklæddur gæru í vetrarkulda úti í hrauni. Það var eina atriðið mitt." Svandís Dóra lék Medeu í litlu atriði þar sem djöfullinn Mefisto sýnir Faust undirheimana þar sem Medea er stödd. „Hún er eiginlega bara gengin af göflunum. Hún er föst í helvíti og alveg sturluð," segir Svandís Dóra um atriðið. Hún hafði gaman af samstarfinu við Sokurov. „Hann var alveg meiriháttar. Það var þvílík reynsla og upplifun að fá að vinna með svona manni." freyr@frettabladid.isHjörtur Jóhann Jónsson
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira