Íslendingar í stórmyndinni Faust 8. september 2011 08:00 Stórmyndin Faust í leikstjórn Alexander Sokurov verður frumsýnd í kvöld. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi og skartar íslenskum leikurum í aukahlutverkum. Leikaranum Sigurði Skúlasyni bregður fyrir á tveimur stöðum í stiklu rússnesku stórmyndarinnar Faust. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu fer Sigurður með aukahlutverk í myndinni sem var að litlu leyti tekin upp hér á landi fyrir tveimur árum. Hann lék í tveimur atriðum í Faust og er ánægður með að hafa ekki verið klipptur út. „Maður veit aldrei þegar maður er að leika í einum eða tveimur senum í myndum. Stundum er maður klipptur út en mér sýnist ég vera þarna inni," segir Sigurður, sem skemmti sér vel við tökurnar.Alexander Sokurov.„Það var gaman að lenda í þessu ævintýri að taka þátt í mynd af þessari stærðargráðu og með þessum leikstjóra sem mér finnst ótrúlega góður," segir hann og á við Alexander Sokurov, einn virtasta leikstjóra Rússa. „Hann er einn sérstæðasti og besti kvikmyndaleikstjóri sem ég hef starfað með." Gerð Faust tók þrjú ár, þar af fóru tvö í eftirvinnslu sem er óvenjulega langur tími. „Hann mótar sínar myndir alveg frá a til ö. Þetta er hans sköpunarverk að öllu leyti," segir Sigurður um leikstjórann. Framleiðslukostnaður Faust nam hundruðum milljóna króna. Þar af var sjötíu milljónum eytt hér á landi vegna kvikmyndatakanna sem voru unnar í samstarfi við Saga Film. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í kvöld og hún verður einnig sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, Riff. Sigurði var ekki boðið á frumsýninguna í Feneyjum en hann ætlar á sýninguna hér á landi. Forsvarsmenn Riff hafa reynt að fá Sokurov til Íslands en óvíst er hvort hann þekkist boðið. Leikstjórinn fékk heiðursverðlaun hátíðarinnar árið 2006.Ævar Þór Benediktsson og Hjörtur Jóhann Jónsson.Auk Sigurðar koma Svandís Dóra Einarsdóttir og Hilmar Guðjónsson við sögu í myndinni í litlum hlutverkum og einnig leika þeir Hjörtur Jóhann Jónsson og Ævar Þór Benediktsson hermenn. Hilmar Guðjónsson, sem leikur annað aðalhlutverkanna í Á annan veg sem var frumsýnd um síðustu helgi, segist ekkert vita hvort hann hafi verið klipptur út úr Faust eður ei. „Ég lék Kaín úr Biblíunni. Hann drepur bróður sinn og þarf að éta sjálfan sig," segir Hilmar. „Það var smíðaður á mig gervifótur þar sem sást inn í bein við hnéð. Þar át ég parmaskinku og sultu íklæddur gæru í vetrarkulda úti í hrauni. Það var eina atriðið mitt." Svandís Dóra lék Medeu í litlu atriði þar sem djöfullinn Mefisto sýnir Faust undirheimana þar sem Medea er stödd. „Hún er eiginlega bara gengin af göflunum. Hún er föst í helvíti og alveg sturluð," segir Svandís Dóra um atriðið. Hún hafði gaman af samstarfinu við Sokurov. „Hann var alveg meiriháttar. Það var þvílík reynsla og upplifun að fá að vinna með svona manni." freyr@frettabladid.isHjörtur Jóhann Jónsson Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Sjá meira
Stórmyndin Faust í leikstjórn Alexander Sokurov verður frumsýnd í kvöld. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi og skartar íslenskum leikurum í aukahlutverkum. Leikaranum Sigurði Skúlasyni bregður fyrir á tveimur stöðum í stiklu rússnesku stórmyndarinnar Faust. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu fer Sigurður með aukahlutverk í myndinni sem var að litlu leyti tekin upp hér á landi fyrir tveimur árum. Hann lék í tveimur atriðum í Faust og er ánægður með að hafa ekki verið klipptur út. „Maður veit aldrei þegar maður er að leika í einum eða tveimur senum í myndum. Stundum er maður klipptur út en mér sýnist ég vera þarna inni," segir Sigurður, sem skemmti sér vel við tökurnar.Alexander Sokurov.„Það var gaman að lenda í þessu ævintýri að taka þátt í mynd af þessari stærðargráðu og með þessum leikstjóra sem mér finnst ótrúlega góður," segir hann og á við Alexander Sokurov, einn virtasta leikstjóra Rússa. „Hann er einn sérstæðasti og besti kvikmyndaleikstjóri sem ég hef starfað með." Gerð Faust tók þrjú ár, þar af fóru tvö í eftirvinnslu sem er óvenjulega langur tími. „Hann mótar sínar myndir alveg frá a til ö. Þetta er hans sköpunarverk að öllu leyti," segir Sigurður um leikstjórann. Framleiðslukostnaður Faust nam hundruðum milljóna króna. Þar af var sjötíu milljónum eytt hér á landi vegna kvikmyndatakanna sem voru unnar í samstarfi við Saga Film. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í kvöld og hún verður einnig sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, Riff. Sigurði var ekki boðið á frumsýninguna í Feneyjum en hann ætlar á sýninguna hér á landi. Forsvarsmenn Riff hafa reynt að fá Sokurov til Íslands en óvíst er hvort hann þekkist boðið. Leikstjórinn fékk heiðursverðlaun hátíðarinnar árið 2006.Ævar Þór Benediktsson og Hjörtur Jóhann Jónsson.Auk Sigurðar koma Svandís Dóra Einarsdóttir og Hilmar Guðjónsson við sögu í myndinni í litlum hlutverkum og einnig leika þeir Hjörtur Jóhann Jónsson og Ævar Þór Benediktsson hermenn. Hilmar Guðjónsson, sem leikur annað aðalhlutverkanna í Á annan veg sem var frumsýnd um síðustu helgi, segist ekkert vita hvort hann hafi verið klipptur út úr Faust eður ei. „Ég lék Kaín úr Biblíunni. Hann drepur bróður sinn og þarf að éta sjálfan sig," segir Hilmar. „Það var smíðaður á mig gervifótur þar sem sást inn í bein við hnéð. Þar át ég parmaskinku og sultu íklæddur gæru í vetrarkulda úti í hrauni. Það var eina atriðið mitt." Svandís Dóra lék Medeu í litlu atriði þar sem djöfullinn Mefisto sýnir Faust undirheimana þar sem Medea er stödd. „Hún er eiginlega bara gengin af göflunum. Hún er föst í helvíti og alveg sturluð," segir Svandís Dóra um atriðið. Hún hafði gaman af samstarfinu við Sokurov. „Hann var alveg meiriháttar. Það var þvílík reynsla og upplifun að fá að vinna með svona manni." freyr@frettabladid.isHjörtur Jóhann Jónsson
Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Sjá meira