Þegnskylduvinna að skrifa Áramótaskaupið 7. september 2011 13:00 Örn Úlfar Sævarsson er í nýjum Skaupshópi sem hefur þegar tekið til starfa. Hann hlakkar mest til að berja á vinum sínum í pólitík og lofar því að þeir fái enga sérmeðferð. Fréttablaðið/Arnþór „Þetta verða ég, Anna Svava Knútsdóttir, Sævar Sigurgeirsson, Baldvin Z, Hjálmar Hjálmarsson og Örn Úlfar Sævarsson," segir Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Skaupsins. Fyrsti fundur hópsins sem stendur að baki Áramótaskaupinu í ár var á mánudag en þetta verður í þriðja árið í röð sem Gunnar heldur um stjórnartaumana á þessum vinsælasta sjónvarpslið ársins. „Þessi hópur lítur vel út á pappírnum og það var nóg af hugmyndum á fyrsta fundi. Það var allavega mikið stuð og mikil stemning." Þau Anna Svava og Sævar Sigurgeirsson hafa áður verið í Skaupshópnum en Baldvin Z og Örn Úlfar eru nýgræðingar í hópnum. „Gunnar hringdi í mig og bað mig um að vera með. Ég gat ekki sagt nei þótt ég glaður vildi því þetta er jú bara þegnskylduvinna, að vinna við Skaupið," segir Örn Úlfar í samtali við Fréttablaðið. Hann staðfestir jafnframt að hann eigi í viðræðum við Ríkissjónvarpið um áframhaldandi störf sem dómari í Gettu betur. Því má með sanni segja að störf hans muni liggja frammi fyrir allra augum á þessu ári. Og allir eiga eftir að hafa sína skoðun á þeim. „Ég lít bara á þetta sem áskorun og það er virkilega gaman að fá svona tækifæri." Örn hræðist ekki reynsluleysið í handritaskrifum, hann hafi unnið á auglýsingastofu þar sem skrif voru stór hluti af daglegum störfum. „Og svo treystir maður líka á þessa snillinga sem eru í hópnum og hafa verið að gera bíómyndir og Skaup." Örn gerir sér hins vegar fyllilega grein fyrir því að sjálft gamlárskvöld sé ónýtt og jafnvel næstu dagar á eftir. „Sama hvernig fer þá verða alltaf einhverjir sem verða ekki sáttir. Ég á hins vegar nokkra vini í pólitík og það verður gaman að berja á þeim, þeir fá allavega ekki neina sérmeðferð." Örn ætlar að leita til heldur óvenjulegs sérfræðings þegar kemur að því fá ábendingar um hvað mætti betur fara í Skaupinu. „Afi minn hefur aldrei þolað Skaupið og blótar því alltaf í sand og ösku þannig að ég ætti að geta fengið góða punkta frá honum." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira
„Þetta verða ég, Anna Svava Knútsdóttir, Sævar Sigurgeirsson, Baldvin Z, Hjálmar Hjálmarsson og Örn Úlfar Sævarsson," segir Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Skaupsins. Fyrsti fundur hópsins sem stendur að baki Áramótaskaupinu í ár var á mánudag en þetta verður í þriðja árið í röð sem Gunnar heldur um stjórnartaumana á þessum vinsælasta sjónvarpslið ársins. „Þessi hópur lítur vel út á pappírnum og það var nóg af hugmyndum á fyrsta fundi. Það var allavega mikið stuð og mikil stemning." Þau Anna Svava og Sævar Sigurgeirsson hafa áður verið í Skaupshópnum en Baldvin Z og Örn Úlfar eru nýgræðingar í hópnum. „Gunnar hringdi í mig og bað mig um að vera með. Ég gat ekki sagt nei þótt ég glaður vildi því þetta er jú bara þegnskylduvinna, að vinna við Skaupið," segir Örn Úlfar í samtali við Fréttablaðið. Hann staðfestir jafnframt að hann eigi í viðræðum við Ríkissjónvarpið um áframhaldandi störf sem dómari í Gettu betur. Því má með sanni segja að störf hans muni liggja frammi fyrir allra augum á þessu ári. Og allir eiga eftir að hafa sína skoðun á þeim. „Ég lít bara á þetta sem áskorun og það er virkilega gaman að fá svona tækifæri." Örn hræðist ekki reynsluleysið í handritaskrifum, hann hafi unnið á auglýsingastofu þar sem skrif voru stór hluti af daglegum störfum. „Og svo treystir maður líka á þessa snillinga sem eru í hópnum og hafa verið að gera bíómyndir og Skaup." Örn gerir sér hins vegar fyllilega grein fyrir því að sjálft gamlárskvöld sé ónýtt og jafnvel næstu dagar á eftir. „Sama hvernig fer þá verða alltaf einhverjir sem verða ekki sáttir. Ég á hins vegar nokkra vini í pólitík og það verður gaman að berja á þeim, þeir fá allavega ekki neina sérmeðferð." Örn ætlar að leita til heldur óvenjulegs sérfræðings þegar kemur að því fá ábendingar um hvað mætti betur fara í Skaupinu. „Afi minn hefur aldrei þolað Skaupið og blótar því alltaf í sand og ösku þannig að ég ætti að geta fengið góða punkta frá honum." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira