Þegnskylduvinna að skrifa Áramótaskaupið 7. september 2011 13:00 Örn Úlfar Sævarsson er í nýjum Skaupshópi sem hefur þegar tekið til starfa. Hann hlakkar mest til að berja á vinum sínum í pólitík og lofar því að þeir fái enga sérmeðferð. Fréttablaðið/Arnþór „Þetta verða ég, Anna Svava Knútsdóttir, Sævar Sigurgeirsson, Baldvin Z, Hjálmar Hjálmarsson og Örn Úlfar Sævarsson," segir Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Skaupsins. Fyrsti fundur hópsins sem stendur að baki Áramótaskaupinu í ár var á mánudag en þetta verður í þriðja árið í röð sem Gunnar heldur um stjórnartaumana á þessum vinsælasta sjónvarpslið ársins. „Þessi hópur lítur vel út á pappírnum og það var nóg af hugmyndum á fyrsta fundi. Það var allavega mikið stuð og mikil stemning." Þau Anna Svava og Sævar Sigurgeirsson hafa áður verið í Skaupshópnum en Baldvin Z og Örn Úlfar eru nýgræðingar í hópnum. „Gunnar hringdi í mig og bað mig um að vera með. Ég gat ekki sagt nei þótt ég glaður vildi því þetta er jú bara þegnskylduvinna, að vinna við Skaupið," segir Örn Úlfar í samtali við Fréttablaðið. Hann staðfestir jafnframt að hann eigi í viðræðum við Ríkissjónvarpið um áframhaldandi störf sem dómari í Gettu betur. Því má með sanni segja að störf hans muni liggja frammi fyrir allra augum á þessu ári. Og allir eiga eftir að hafa sína skoðun á þeim. „Ég lít bara á þetta sem áskorun og það er virkilega gaman að fá svona tækifæri." Örn hræðist ekki reynsluleysið í handritaskrifum, hann hafi unnið á auglýsingastofu þar sem skrif voru stór hluti af daglegum störfum. „Og svo treystir maður líka á þessa snillinga sem eru í hópnum og hafa verið að gera bíómyndir og Skaup." Örn gerir sér hins vegar fyllilega grein fyrir því að sjálft gamlárskvöld sé ónýtt og jafnvel næstu dagar á eftir. „Sama hvernig fer þá verða alltaf einhverjir sem verða ekki sáttir. Ég á hins vegar nokkra vini í pólitík og það verður gaman að berja á þeim, þeir fá allavega ekki neina sérmeðferð." Örn ætlar að leita til heldur óvenjulegs sérfræðings þegar kemur að því fá ábendingar um hvað mætti betur fara í Skaupinu. „Afi minn hefur aldrei þolað Skaupið og blótar því alltaf í sand og ösku þannig að ég ætti að geta fengið góða punkta frá honum." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Lokaspölurinn: „Orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Lokaspölurinn: „Orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin“ Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Sjá meira
„Þetta verða ég, Anna Svava Knútsdóttir, Sævar Sigurgeirsson, Baldvin Z, Hjálmar Hjálmarsson og Örn Úlfar Sævarsson," segir Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Skaupsins. Fyrsti fundur hópsins sem stendur að baki Áramótaskaupinu í ár var á mánudag en þetta verður í þriðja árið í röð sem Gunnar heldur um stjórnartaumana á þessum vinsælasta sjónvarpslið ársins. „Þessi hópur lítur vel út á pappírnum og það var nóg af hugmyndum á fyrsta fundi. Það var allavega mikið stuð og mikil stemning." Þau Anna Svava og Sævar Sigurgeirsson hafa áður verið í Skaupshópnum en Baldvin Z og Örn Úlfar eru nýgræðingar í hópnum. „Gunnar hringdi í mig og bað mig um að vera með. Ég gat ekki sagt nei þótt ég glaður vildi því þetta er jú bara þegnskylduvinna, að vinna við Skaupið," segir Örn Úlfar í samtali við Fréttablaðið. Hann staðfestir jafnframt að hann eigi í viðræðum við Ríkissjónvarpið um áframhaldandi störf sem dómari í Gettu betur. Því má með sanni segja að störf hans muni liggja frammi fyrir allra augum á þessu ári. Og allir eiga eftir að hafa sína skoðun á þeim. „Ég lít bara á þetta sem áskorun og það er virkilega gaman að fá svona tækifæri." Örn hræðist ekki reynsluleysið í handritaskrifum, hann hafi unnið á auglýsingastofu þar sem skrif voru stór hluti af daglegum störfum. „Og svo treystir maður líka á þessa snillinga sem eru í hópnum og hafa verið að gera bíómyndir og Skaup." Örn gerir sér hins vegar fyllilega grein fyrir því að sjálft gamlárskvöld sé ónýtt og jafnvel næstu dagar á eftir. „Sama hvernig fer þá verða alltaf einhverjir sem verða ekki sáttir. Ég á hins vegar nokkra vini í pólitík og það verður gaman að berja á þeim, þeir fá allavega ekki neina sérmeðferð." Örn ætlar að leita til heldur óvenjulegs sérfræðings þegar kemur að því fá ábendingar um hvað mætti betur fara í Skaupinu. „Afi minn hefur aldrei þolað Skaupið og blótar því alltaf í sand og ösku þannig að ég ætti að geta fengið góða punkta frá honum." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Lokaspölurinn: „Orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Lokaspölurinn: „Orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin“ Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Sjá meira