Sjö tilkynningar hjá söfnuði Votta Jehóva Sunna Valgerðardóttir skrifar 5. september 2011 07:00 Öldungaráð Votta Jehóva hefur fengið sjö tilkynningar um kynferðisbrot inn á borð til sín síðan árið 1960. Eitt málið var kært til lögreglu, en var vísað frá. Er þetta töluvert meiri fjöldi heldur en tilgreindur er hjá hinum fjórum trúfélögunum sem segja í svari sínu til fagráðs innanríkisráðuneytisins um kynferðisbrot innan trúfélaga að mál af þessu tagi hafi verið tilkynnt. Þetta er að Krossinum undanskildum, en sjö konur kærðu Gunnar Þorsteinsson, fyrrum forstöðumann Krossins, fyrir kynferðisbrot gegn sér. Því máli var einnig vísað frá. Tilkynnt hefur verið um kynferðisbrot hjá fimm af þeim fjórtán trúarsöfnuðum sem hafa svarað fyrirspurninni og hefur Fréttablaðið afrit af svörunum undir höndum. Í bréfi Votta Jehóva til fagráðsins segir að ef komi fram ásökun um kynferðisbrot gegn barni innan safnaðarins sé málinu strax vísað til yfirvalda. Hins vegar ef ásökunin er gerð af fullorðnum einstaklingi verði þau mál ekki tilkynnt. Bjarni Jónsson, forstöðumaður Votta Jehóva á Íslandi, getur þó ekki svarað því hversu mörg af þeim sjö málum sem hafa komið upp, séu kynferðisbrot gegn börnum. Hann telur þó fullvíst að það sé ekki í öllum tilvikum. „Það er ekki haldið neitt bókhald, slíkt er ekki heimilt samkvæmt persónuverndarlögum. Því er ekki hægt að vita hversu mörg brotanna voru gegn börnum," útskýrir Bjarni. Ef meðlimur safnaðarins telur að á sér hafi verið brotið er viðkomandi hvattur til að ræða við þann sem á honum braut. Virki það ekki, er brotaþoli hvattur til að taka annan með sér á fundinn. Bjarni telur ólíklegt að Vottar Jehóva setji á fót fagráð um meðferð kynferðisbrota. Spurður hvort hann telji rétt að söfnuðurinn komi á fót fagráði um meðferð kynferðis-brota segir Bjarni að slíkt gæti reynst afar erfitt hjá svo smáum söfnuði. Um 300 manns eru virkir innan hans en 700 skráðir. Einnig telur hann að erfitt sé að skilgreina fagráð sem slíkt. „Það er túlkunaratriði hvernig svona fagráð er skilgreint. Ef maður flettir því upp í orðabók er það ekki einu sinni til," segir Bjarni. „Það virðist vera vaxandi tilhneiging til þess að setja svokölluð kynferðisbrot, sem er líka svolítið óljóst hvernig eru skilgreind, í svona ferli." Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Öldungaráð Votta Jehóva hefur fengið sjö tilkynningar um kynferðisbrot inn á borð til sín síðan árið 1960. Eitt málið var kært til lögreglu, en var vísað frá. Er þetta töluvert meiri fjöldi heldur en tilgreindur er hjá hinum fjórum trúfélögunum sem segja í svari sínu til fagráðs innanríkisráðuneytisins um kynferðisbrot innan trúfélaga að mál af þessu tagi hafi verið tilkynnt. Þetta er að Krossinum undanskildum, en sjö konur kærðu Gunnar Þorsteinsson, fyrrum forstöðumann Krossins, fyrir kynferðisbrot gegn sér. Því máli var einnig vísað frá. Tilkynnt hefur verið um kynferðisbrot hjá fimm af þeim fjórtán trúarsöfnuðum sem hafa svarað fyrirspurninni og hefur Fréttablaðið afrit af svörunum undir höndum. Í bréfi Votta Jehóva til fagráðsins segir að ef komi fram ásökun um kynferðisbrot gegn barni innan safnaðarins sé málinu strax vísað til yfirvalda. Hins vegar ef ásökunin er gerð af fullorðnum einstaklingi verði þau mál ekki tilkynnt. Bjarni Jónsson, forstöðumaður Votta Jehóva á Íslandi, getur þó ekki svarað því hversu mörg af þeim sjö málum sem hafa komið upp, séu kynferðisbrot gegn börnum. Hann telur þó fullvíst að það sé ekki í öllum tilvikum. „Það er ekki haldið neitt bókhald, slíkt er ekki heimilt samkvæmt persónuverndarlögum. Því er ekki hægt að vita hversu mörg brotanna voru gegn börnum," útskýrir Bjarni. Ef meðlimur safnaðarins telur að á sér hafi verið brotið er viðkomandi hvattur til að ræða við þann sem á honum braut. Virki það ekki, er brotaþoli hvattur til að taka annan með sér á fundinn. Bjarni telur ólíklegt að Vottar Jehóva setji á fót fagráð um meðferð kynferðisbrota. Spurður hvort hann telji rétt að söfnuðurinn komi á fót fagráði um meðferð kynferðis-brota segir Bjarni að slíkt gæti reynst afar erfitt hjá svo smáum söfnuði. Um 300 manns eru virkir innan hans en 700 skráðir. Einnig telur hann að erfitt sé að skilgreina fagráð sem slíkt. „Það er túlkunaratriði hvernig svona fagráð er skilgreint. Ef maður flettir því upp í orðabók er það ekki einu sinni til," segir Bjarni. „Það virðist vera vaxandi tilhneiging til þess að setja svokölluð kynferðisbrot, sem er líka svolítið óljóst hvernig eru skilgreind, í svona ferli."
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira