Slasaðist illa og hjólið brotnaði í tvennt 3. september 2011 02:30 Guðbjörg Halldórsdóttir með reiðhjólið sem hún var á þegar hún lenti í árekstri við annan hjólreiðamann.Fréttablaðið/anton Þegar Guðbjörg Halldórsdóttir fór í hjólreiðatúr í Fossvogsdalnum á góðviðrisdegi í júlíbyrjun átti hún ekki von á því að hún yrði meira og minna frá vinnu næstu tvo mánuðina. „Mér tókst ekki að afstýra árekstri við ungan strák sem kom hjólandi niður brekku. Hann hjólaði á göngustíg og stytti sér leið yfir grasflöt yfir á hjólastíginn sem ég var á. Þarna, eins og víða annars staðar á hjólastígum, var beygja og tré byrgðu einnig sýn. Samferðakona mín sá strákinn á undan mér en hann sá okkur ekki. Við strákurinn skullum saman og ég datt fram fyrir mig og lenti á höfðinu. Sem betur fer var ég með hjálm en ég fékk áverka á háls og brjósthrygg,“ segir Guðbjörg sem kveðst alls ekki vera búin að ná sér eftir slysið. Strákurinn slapp ómeiddur og hjólið hans var óskemmt eftir áreksturinn, að sögn Guðbjargar. Gaffallinn á hennar hjóli brotnaði og hjólið er í raun ónýtt, að því er hún greinir frá. „Þetta sýnir hvað getur gerst þegar hjólað er á miklum hraða. Sjálf var ég ekki á miklum hraða en ég gerði mér ekki grein fyrir hraðanum sem hann var á. Svona slys sýnir að það er margt sem þarf að laga í sambandi við samgönguleiðir fyrir hjólreiðamenn.“ Guðbjörg leggur áherslu á að hjólreiðamenn sýni varkárni og fari eftir umferðarreglum á hjólastígum. „Það eru engar sérstakar reglur í gildi fyrir hjólreiðamenn um hámarkshraða en þeir þurfa að fara eftir almennum umferðarreglum. Það er algjör nauðsyn til þess að koma megi í veg fyrir slys. Það er orðin mikil umferð á hjólreiðastígunum, alveg eins og á götunum, auk þess sem fólk er farið að hjóla mjög hratt. Hjólreiðamenn eru jafnvel á 30 til 40 km hraða.“ Elísabet Benedikz, yfirlæknir á bráðasviði Landspítalans, segir hjólreiðaslys geta verið mjög slæm. „Þetta er allur skalinn, frá minni háttar slysum upp í alvarleg. Það þarf að sýna tillitssemi í þessu eins og öðru. Hjólreiðamenn þurfa að passa sig og passa aðra. Sem betur fer eru flestir með hjálm. Hjálmurinn þarf hins vegar að vera með almennilegu skyggni fram yfir andlitið og vera rétt festur. Það skiptir miklu máli.“ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Sjá meira
Þegar Guðbjörg Halldórsdóttir fór í hjólreiðatúr í Fossvogsdalnum á góðviðrisdegi í júlíbyrjun átti hún ekki von á því að hún yrði meira og minna frá vinnu næstu tvo mánuðina. „Mér tókst ekki að afstýra árekstri við ungan strák sem kom hjólandi niður brekku. Hann hjólaði á göngustíg og stytti sér leið yfir grasflöt yfir á hjólastíginn sem ég var á. Þarna, eins og víða annars staðar á hjólastígum, var beygja og tré byrgðu einnig sýn. Samferðakona mín sá strákinn á undan mér en hann sá okkur ekki. Við strákurinn skullum saman og ég datt fram fyrir mig og lenti á höfðinu. Sem betur fer var ég með hjálm en ég fékk áverka á háls og brjósthrygg,“ segir Guðbjörg sem kveðst alls ekki vera búin að ná sér eftir slysið. Strákurinn slapp ómeiddur og hjólið hans var óskemmt eftir áreksturinn, að sögn Guðbjargar. Gaffallinn á hennar hjóli brotnaði og hjólið er í raun ónýtt, að því er hún greinir frá. „Þetta sýnir hvað getur gerst þegar hjólað er á miklum hraða. Sjálf var ég ekki á miklum hraða en ég gerði mér ekki grein fyrir hraðanum sem hann var á. Svona slys sýnir að það er margt sem þarf að laga í sambandi við samgönguleiðir fyrir hjólreiðamenn.“ Guðbjörg leggur áherslu á að hjólreiðamenn sýni varkárni og fari eftir umferðarreglum á hjólastígum. „Það eru engar sérstakar reglur í gildi fyrir hjólreiðamenn um hámarkshraða en þeir þurfa að fara eftir almennum umferðarreglum. Það er algjör nauðsyn til þess að koma megi í veg fyrir slys. Það er orðin mikil umferð á hjólreiðastígunum, alveg eins og á götunum, auk þess sem fólk er farið að hjóla mjög hratt. Hjólreiðamenn eru jafnvel á 30 til 40 km hraða.“ Elísabet Benedikz, yfirlæknir á bráðasviði Landspítalans, segir hjólreiðaslys geta verið mjög slæm. „Þetta er allur skalinn, frá minni háttar slysum upp í alvarleg. Það þarf að sýna tillitssemi í þessu eins og öðru. Hjólreiðamenn þurfa að passa sig og passa aðra. Sem betur fer eru flestir með hjálm. Hjálmurinn þarf hins vegar að vera með almennilegu skyggni fram yfir andlitið og vera rétt festur. Það skiptir miklu máli.“ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Sjá meira