HIV-faraldur hjá sprautufíklum 3. september 2011 09:00 Mynd úr safni. Aldrei hafa sprautufíklar verið jafnstór hluti þeirra sem greinast með HIV og nú. Það sem af er ári hafa sautján greinst með veiruna, þar af eru þrettán sprautufíklar. Á síðasta ári greindust 24 með HIV-smit, fleiri en nokkru sinni, þar af voru tíu sprautufíklar. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að nauðsynlegt sé að kortleggja smitleiðirnar til að koma í veg fyrir frekari skaða. „Þetta eru óhugnanlegar tölur," segir Magnús og útskýrir að hlutfall sprautufíkla hér á landi sé svona hátt sökum þess að eftir að veiran hefur komið inn í hóp sprautufíkla, dreifist hún hratt. „Samskipti innan hópanna eru mjög tíð. Fólk deilir með sér sprautum og nálum og öðru sem getur falið í sér blóðsmit. Hlutirnir gerast eftir það mjög hratt. Þetta er eitt af einkennum faraldra sem koma fram í þessum hópi." Magnús skrifar í grein í Læknablaðinu að nýgengi meðal sprautufíkla hafi verið á niðurleið í Evrópu, en fíklar eru þar undir fimm prósentum nýrra tilfella að jafnaði. Sem dæmi má taka að einungis fjórir sprautufíklar hafa greinst með HIV það sem af er ári í Svíþjóð, en íbúafjöldi í landinu er 9,5 milljónir. Hver smitaður einstaklingur sem er greindur með HIV kostar heilbrigðiskerfið um 160 milljónir króna. Magnús segir að ef fram heldur sem horfir bendi margt til þess að fjöldi HIV greindra einstaklinga verði í sögulegu hámarki hér á landi í ár. Flestir hinna nýgreindu séu sprautufíklar sem sprauta sig með örvandi efnum, svo sem amfetamíni eða rítalíni. „Staðreyndin er þó sú að HIV er kynsjúkdómur og þeir einstaklingar sem nota örvandi efni, eins og rítalín, nota oftast ekki verjur. Skömmu eftir smit er veirumagnið í blóðinu mjög hátt og smithætta því mikil. Það er allt sem leggst á eitt til að sjúkdómurinn breiðist hratt út," útskýrir Magnús. „Örvandi efni auka kynhvöt, þau slæva hömlur og dómgreindarleysi fylgir notkun þeirra. Þegar þetta kemur allt saman þá eykur þetta mjög hættuna á smiti. Þá getur þetta borist við kynmök og þannig út fyrir hóp fíklanna mjög hratt." Talið er að rúmar 33 milljónir manna séu HIV smitaðar í heiminum og að tvær milljónir deyi árlega af völdum sjúkdómsins. - sv Fréttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
Aldrei hafa sprautufíklar verið jafnstór hluti þeirra sem greinast með HIV og nú. Það sem af er ári hafa sautján greinst með veiruna, þar af eru þrettán sprautufíklar. Á síðasta ári greindust 24 með HIV-smit, fleiri en nokkru sinni, þar af voru tíu sprautufíklar. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að nauðsynlegt sé að kortleggja smitleiðirnar til að koma í veg fyrir frekari skaða. „Þetta eru óhugnanlegar tölur," segir Magnús og útskýrir að hlutfall sprautufíkla hér á landi sé svona hátt sökum þess að eftir að veiran hefur komið inn í hóp sprautufíkla, dreifist hún hratt. „Samskipti innan hópanna eru mjög tíð. Fólk deilir með sér sprautum og nálum og öðru sem getur falið í sér blóðsmit. Hlutirnir gerast eftir það mjög hratt. Þetta er eitt af einkennum faraldra sem koma fram í þessum hópi." Magnús skrifar í grein í Læknablaðinu að nýgengi meðal sprautufíkla hafi verið á niðurleið í Evrópu, en fíklar eru þar undir fimm prósentum nýrra tilfella að jafnaði. Sem dæmi má taka að einungis fjórir sprautufíklar hafa greinst með HIV það sem af er ári í Svíþjóð, en íbúafjöldi í landinu er 9,5 milljónir. Hver smitaður einstaklingur sem er greindur með HIV kostar heilbrigðiskerfið um 160 milljónir króna. Magnús segir að ef fram heldur sem horfir bendi margt til þess að fjöldi HIV greindra einstaklinga verði í sögulegu hámarki hér á landi í ár. Flestir hinna nýgreindu séu sprautufíklar sem sprauta sig með örvandi efnum, svo sem amfetamíni eða rítalíni. „Staðreyndin er þó sú að HIV er kynsjúkdómur og þeir einstaklingar sem nota örvandi efni, eins og rítalín, nota oftast ekki verjur. Skömmu eftir smit er veirumagnið í blóðinu mjög hátt og smithætta því mikil. Það er allt sem leggst á eitt til að sjúkdómurinn breiðist hratt út," útskýrir Magnús. „Örvandi efni auka kynhvöt, þau slæva hömlur og dómgreindarleysi fylgir notkun þeirra. Þegar þetta kemur allt saman þá eykur þetta mjög hættuna á smiti. Þá getur þetta borist við kynmök og þannig út fyrir hóp fíklanna mjög hratt." Talið er að rúmar 33 milljónir manna séu HIV smitaðar í heiminum og að tvær milljónir deyi árlega af völdum sjúkdómsins. - sv
Fréttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira