Fjöldi undanþága veittur 2. september 2011 06:30 Innanríkisráðuneytið, áður dómsmálaráðuneytið, hefur frá árinu 2007 veitt 24 undanþágur frá banni við því að aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins kaupi fasteignir og lóðir hér á landi. Einum aðila hefur verið synjað um undanþágu. Var þar um að ræða asískt fyrirtæki sem vildi festa kaup á húsnæði í fyrra. Ekki fengust frekari upplýsingar frá ráðuneytinu um ástæðu synjunarinnar. Um tíu aðilum frá Bandaríkjunum hafa verið veittar undanþágur frá 2007. Hinir koma frá Ástralíu, Indónesíu, Rússlandi, Argentínu, Mön, Úganda, Ísrael, Malasíu og Kína. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu voru skráð nokkur tilvik, flest árin frá 2007, þar sem erlendir borgarar sem hafa lögheimili á Íslandi hafa keypt eign. Þeir þurfa þó ekki undanþágu ef lögheimili þeirra er hérlendis. Ísland og Kína gerðu með sér samning sem tók gildi 1. mars árið 1997 til að hvetja til fjárfestinga í ríkjunum tveim. Í þriðju grein samningsins segir „að hvorugur samningsaðili skuli á landsvæði sínu veita fjárfestingum eða arði fjárfesta hins samningsaðilans óhagstæðari meðferð en hann veitir fjárfestingum eða arði fjárfesta hvaða þriðja ríkis sem er.“ Einnig er kveðið á um að fjárfestar skuli ekki sæta óhagstæðari meðferð hvað snertir umsýslu, notkun, nýtingu eða ráðstöfun fjárfestinganna en fjárfestar frá öðrum ríkjum. Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur sótt um undanþágu til að geta keypt meirihluta Grímsstaða á Fjöllum og er málið nú á borði Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður segir að með því að hafa nánast undantekningarlaust samþykkt svipaða beiðni verði krafan um rökstuðning enn ríkari eigi að hafna henni. „Út frá jafnræði og öðru verða að vera enn veigameiri rök en ella fyrir því að synja þessu. Stjórnsýslan hefur dálítið bundið hendur sjálfrar sín með því að hafa sagt já í yfir 95 prósent tilvika.“ - sv, kóp Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Innanríkisráðuneytið, áður dómsmálaráðuneytið, hefur frá árinu 2007 veitt 24 undanþágur frá banni við því að aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins kaupi fasteignir og lóðir hér á landi. Einum aðila hefur verið synjað um undanþágu. Var þar um að ræða asískt fyrirtæki sem vildi festa kaup á húsnæði í fyrra. Ekki fengust frekari upplýsingar frá ráðuneytinu um ástæðu synjunarinnar. Um tíu aðilum frá Bandaríkjunum hafa verið veittar undanþágur frá 2007. Hinir koma frá Ástralíu, Indónesíu, Rússlandi, Argentínu, Mön, Úganda, Ísrael, Malasíu og Kína. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu voru skráð nokkur tilvik, flest árin frá 2007, þar sem erlendir borgarar sem hafa lögheimili á Íslandi hafa keypt eign. Þeir þurfa þó ekki undanþágu ef lögheimili þeirra er hérlendis. Ísland og Kína gerðu með sér samning sem tók gildi 1. mars árið 1997 til að hvetja til fjárfestinga í ríkjunum tveim. Í þriðju grein samningsins segir „að hvorugur samningsaðili skuli á landsvæði sínu veita fjárfestingum eða arði fjárfesta hins samningsaðilans óhagstæðari meðferð en hann veitir fjárfestingum eða arði fjárfesta hvaða þriðja ríkis sem er.“ Einnig er kveðið á um að fjárfestar skuli ekki sæta óhagstæðari meðferð hvað snertir umsýslu, notkun, nýtingu eða ráðstöfun fjárfestinganna en fjárfestar frá öðrum ríkjum. Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur sótt um undanþágu til að geta keypt meirihluta Grímsstaða á Fjöllum og er málið nú á borði Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður segir að með því að hafa nánast undantekningarlaust samþykkt svipaða beiðni verði krafan um rökstuðning enn ríkari eigi að hafna henni. „Út frá jafnræði og öðru verða að vera enn veigameiri rök en ella fyrir því að synja þessu. Stjórnsýslan hefur dálítið bundið hendur sjálfrar sín með því að hafa sagt já í yfir 95 prósent tilvika.“ - sv, kóp
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira