Undanþága Nubos á borði Ögmundar 1. september 2011 04:00 Karl Axelsson Ögmundur Jónasson Beiðni um að kínverski fjárfestirinn Huang Nubo fái undanþágu frá banni við fjárfestingu útlendinga utan EES í fasteignum er komin inn á borð innanríkis-ráðherra. Nubo hefur samið um kaup á 72 prósentum af landi Grímsstaða á Fjöllum. „Hún verður nú tekin til efnislegrar umfjöllunar,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. „Við eigum eftir að fara yfir málin og vega þau og meta í ljósi gagna sem okkur berast. Síðan þarf að ræða þessa grunnspurningu, hvort við erum reiðubúin að selja stóran hluta af Íslandi í hendur erlendra aðila? Það er spurning sem verður ekki svarað í einu vetfangi.“ Ögmundur segir að kaup Nubos á Grímsstöðum séu ekki heimil samkvæmt íslenskum lögum. Hin almenna regla sé sú að jarðakaup erlendra aðila utan EES séu ekki heimiluð. Hins vegar sé hægt að leita eftir undanþágu frá þeirri lagareglu. Og það sé nú á borði ráðuneytisins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hafa báðar lýst því yfir að engin ástæða sé til þess að óttast kaup Nubos á jörðinni. Lagalegt umhverfi hér á landi sé of sterkt. Ögmundur er ekki eins bjartsýnn. „Ég hef lýst því yfir að ég tel óráðlegt að kyngja þessu ómeltu eða snöggsoðnu,“ segir Ögmundur. „Ég ítreka það að oft hefur okkur verið sagt að það sé ekkert að óttast – það var til að mynda sagt í aðdraganda hrunsins.“ Innanríkisráðherra bendir einnig á að eignarhaldi á landi fylgi ýmis mikilvæg réttindi sem snúa að auðlindum og nýtingu þeirra. Hann undirstrikar að málið sé ekki einfalt og hafi fleiri en eina hlið. „Mér ber lagaleg og siðferðisleg skylda til að standa vörð um hagsmuni okkar samfélags og lands og það ætla ég mér að gera.“ Veiti innanríkisráðuneytið undanþágu til kaupa Nubos á jörðinni, mun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið fara með forræði á fjórðungshlut ríkisins í Grímsstöðum. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að engin áform séu uppi um að selja þann hlut, enda hafi slíkt erindi ekki borist ráðuneytinu. „Fari slíkt ferli í gang verður ráðuneytið að óska eftir heimildum Alþingis og það er meirihluti Alþingis sem tekur ákvörðun um það hvort slíkt skuli gert, segir Jón. „Ef hingað berst erindi um kaup á þessari jörð þá er alls ekki sjálfgefið að ráðuneytið geri tillögu um sölu og það mál verður að skoða í tengslum við önnur lög í landinu og hvaða meðferð lands er hér um að ræða.“ sunna@frettabladid.isJón Bjarnason Fréttir Jarðakaup útlendinga Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Ögmundur Jónasson Beiðni um að kínverski fjárfestirinn Huang Nubo fái undanþágu frá banni við fjárfestingu útlendinga utan EES í fasteignum er komin inn á borð innanríkis-ráðherra. Nubo hefur samið um kaup á 72 prósentum af landi Grímsstaða á Fjöllum. „Hún verður nú tekin til efnislegrar umfjöllunar,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. „Við eigum eftir að fara yfir málin og vega þau og meta í ljósi gagna sem okkur berast. Síðan þarf að ræða þessa grunnspurningu, hvort við erum reiðubúin að selja stóran hluta af Íslandi í hendur erlendra aðila? Það er spurning sem verður ekki svarað í einu vetfangi.“ Ögmundur segir að kaup Nubos á Grímsstöðum séu ekki heimil samkvæmt íslenskum lögum. Hin almenna regla sé sú að jarðakaup erlendra aðila utan EES séu ekki heimiluð. Hins vegar sé hægt að leita eftir undanþágu frá þeirri lagareglu. Og það sé nú á borði ráðuneytisins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hafa báðar lýst því yfir að engin ástæða sé til þess að óttast kaup Nubos á jörðinni. Lagalegt umhverfi hér á landi sé of sterkt. Ögmundur er ekki eins bjartsýnn. „Ég hef lýst því yfir að ég tel óráðlegt að kyngja þessu ómeltu eða snöggsoðnu,“ segir Ögmundur. „Ég ítreka það að oft hefur okkur verið sagt að það sé ekkert að óttast – það var til að mynda sagt í aðdraganda hrunsins.“ Innanríkisráðherra bendir einnig á að eignarhaldi á landi fylgi ýmis mikilvæg réttindi sem snúa að auðlindum og nýtingu þeirra. Hann undirstrikar að málið sé ekki einfalt og hafi fleiri en eina hlið. „Mér ber lagaleg og siðferðisleg skylda til að standa vörð um hagsmuni okkar samfélags og lands og það ætla ég mér að gera.“ Veiti innanríkisráðuneytið undanþágu til kaupa Nubos á jörðinni, mun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið fara með forræði á fjórðungshlut ríkisins í Grímsstöðum. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að engin áform séu uppi um að selja þann hlut, enda hafi slíkt erindi ekki borist ráðuneytinu. „Fari slíkt ferli í gang verður ráðuneytið að óska eftir heimildum Alþingis og það er meirihluti Alþingis sem tekur ákvörðun um það hvort slíkt skuli gert, segir Jón. „Ef hingað berst erindi um kaup á þessari jörð þá er alls ekki sjálfgefið að ráðuneytið geri tillögu um sölu og það mál verður að skoða í tengslum við önnur lög í landinu og hvaða meðferð lands er hér um að ræða.“ sunna@frettabladid.isJón Bjarnason
Fréttir Jarðakaup útlendinga Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira