Gylfi Orrason: Brosum bara í kampinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. ágúst 2011 11:00 Finnur Ólafsson, ÍBV, ræðir við Þórodd Hjaltalín en KR-ingurinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson virðist eiga í snörpum samskiptum við Birki Sigurðsson aðstoðardómara. fréttablaðið/anton Umræða um dómgæslu í Pepsi-deild karla hefur verið hávær síðustu vikurnar og hún magnaðist enn frekar eftir leik KR og ÍBV í fyrrakvöld. Leikmenn og þjálfarar beggja liða lýstu yfir óánægju sinni með dómgæslu Þórodds Hjaltalíns eftir leik og stuðningsmenn létu heldur ekki sitt eftir liggja í netheimum. Fréttablaðið fékk viðbrögð Gylfa Þórs Orrasonar, formanns dómaranefndar KSÍ, við þessu. „Mér finnst umræðan bera þess merki að það er spenningur í loftinu. Ég var sjálfur eftirlitsmaður á leiknum í gær og fannst Þóroddi takast mjög vel upp,“ sagði Gylfi. „Menn voru með sterkar yfirlýsingar um einhver atvik sem þeir töldu að hefðu ekki gengið sér í hag. Ég skoðaði umrædd atvik í sjónvarpi eftir leikinn og þá kom í ljós að Þóroddur hafði rétt fyrir sér í þeim tilfellum. Það er mikill spenningur í mönnum og viðbrögðin eru fylgifiskur þess að það er farið að draga til tíðinda á Íslandsmótinu. Þetta er ekkert nýtt,“ bætti Gylfi við. Fyrir stuttu var umræða í markaþætti Stöðvar 2 Sports um Pepsi-deildina um að dómarar væru undir áhrifum utanaðkomandi afla, sérstaklega KR-inga. „Þarna var verið að taka til atvik sem áttu að sýna að dómgæslan hefði verið hliðholl KR en það væri örugglega hægt að finna annað eins af atvikum sem ekki eru KR í hag. Hið sama mætti gera fyrir öll lið og því er ekki mikið að marka það,“ sagði Gylfi. „Málið er einfalt. Sama hvað hver segir og hvað þeim finnst þá er dómarinn aðeins með eitt að leiðarljósi. Hann fer út í leikinn til að dæma hann vel og gera sitt allra besta. Hann er aðeins að hugsa um næsta leik og ekki um ummæli sem voru látin falla í fjölmiðlum í gær. Menn eru búnir að læra það fyrir löngu að beina öllu slíku frá sér,“ bætti hann við. Gylfi óttast ekki að dómarar verði ómeðvitað fyrir áhrifum umræðunnar – enda fylgist þeir vel með eins og allir aðrir. „Ég tel að dómarar séu einfaldlega með nógu sterk bein. Við höfum til að mynda verið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík í okkar undirbúningi þar sem við höfum unnið með sálfræðingum og haft aðgang að færu fólki sem hefur reynst okkur mjög vel. Dómararnir vita nákvæmlega að hverju þeir ganga þegar leikurinn hefst.“ Og þegar leiknum lýkur og umræðan verður hávær láta dómararnir það sem vind um eyru þjóta, að sögn Gylfa. „Oftast er þetta bara stormur í vatnsglasi og við dómararnir brosum bara í kampinn.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Umræða um dómgæslu í Pepsi-deild karla hefur verið hávær síðustu vikurnar og hún magnaðist enn frekar eftir leik KR og ÍBV í fyrrakvöld. Leikmenn og þjálfarar beggja liða lýstu yfir óánægju sinni með dómgæslu Þórodds Hjaltalíns eftir leik og stuðningsmenn létu heldur ekki sitt eftir liggja í netheimum. Fréttablaðið fékk viðbrögð Gylfa Þórs Orrasonar, formanns dómaranefndar KSÍ, við þessu. „Mér finnst umræðan bera þess merki að það er spenningur í loftinu. Ég var sjálfur eftirlitsmaður á leiknum í gær og fannst Þóroddi takast mjög vel upp,“ sagði Gylfi. „Menn voru með sterkar yfirlýsingar um einhver atvik sem þeir töldu að hefðu ekki gengið sér í hag. Ég skoðaði umrædd atvik í sjónvarpi eftir leikinn og þá kom í ljós að Þóroddur hafði rétt fyrir sér í þeim tilfellum. Það er mikill spenningur í mönnum og viðbrögðin eru fylgifiskur þess að það er farið að draga til tíðinda á Íslandsmótinu. Þetta er ekkert nýtt,“ bætti Gylfi við. Fyrir stuttu var umræða í markaþætti Stöðvar 2 Sports um Pepsi-deildina um að dómarar væru undir áhrifum utanaðkomandi afla, sérstaklega KR-inga. „Þarna var verið að taka til atvik sem áttu að sýna að dómgæslan hefði verið hliðholl KR en það væri örugglega hægt að finna annað eins af atvikum sem ekki eru KR í hag. Hið sama mætti gera fyrir öll lið og því er ekki mikið að marka það,“ sagði Gylfi. „Málið er einfalt. Sama hvað hver segir og hvað þeim finnst þá er dómarinn aðeins með eitt að leiðarljósi. Hann fer út í leikinn til að dæma hann vel og gera sitt allra besta. Hann er aðeins að hugsa um næsta leik og ekki um ummæli sem voru látin falla í fjölmiðlum í gær. Menn eru búnir að læra það fyrir löngu að beina öllu slíku frá sér,“ bætti hann við. Gylfi óttast ekki að dómarar verði ómeðvitað fyrir áhrifum umræðunnar – enda fylgist þeir vel með eins og allir aðrir. „Ég tel að dómarar séu einfaldlega með nógu sterk bein. Við höfum til að mynda verið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík í okkar undirbúningi þar sem við höfum unnið með sálfræðingum og haft aðgang að færu fólki sem hefur reynst okkur mjög vel. Dómararnir vita nákvæmlega að hverju þeir ganga þegar leikurinn hefst.“ Og þegar leiknum lýkur og umræðan verður hávær láta dómararnir það sem vind um eyru þjóta, að sögn Gylfa. „Oftast er þetta bara stormur í vatnsglasi og við dómararnir brosum bara í kampinn.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira