Gagnrýnir kaup á eignum Ísaksskóla 25. ágúst 2011 06:00 ísaksskóli Borgin hefur keypt húseignir Ísaksskóla á 184 milljónir króna. Skólinn hefur síðan forkaupsrétt á eignunum.fréttablaðið/vilhelm sóley tómasdóttir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, gagnrýnir kaup Reykjavíkurborgar á eignum Ísaksskóla. Borgarráð samþykkti kaupin í síðustu viku, en kaupverðið nemur 184 milljónum króna. „Mér finnst þetta sérkennilegt eftir allt það sem á undan er gengið í menntamálum hjá Reykjavíkurborg. Það er búið að setja allt skólastarf í uppnám, leik- og grunnskóla sem og frístundastarf,“ segir Sóley, og vísar þar til hagræðingar og sameiningar í skólakerfinu. Samkvæmt tillögu um sameiningu skóla á hún að skila 150 milljónum króna ein og sér, sem felst aðallega í minni kostnaði við laun og stjórnun. Tillögurnar allar gera ráð fyrir 15 milljóna sparnaði á þessu ári, en hann mun nema nokkur hundruð milljónum, samkvæmt tillögunum, þegar fram í sækir. Sóley segir að í ljósi þessa sé ráðstöfunin gagnvart Ísaksskóla sérkennileg. „Mér finnst skjóta skökku við að borgin skuli eiga 184 milljónir til að kaupa einkaskóla.“ Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir stöðu Ísaksskóla hafa verið mjög þrönga og skólastarf hafi stefnt í uppnám. Í stað þess að auka fjárframlög hafi verið brugðið á það ráð að borgin keypti fasteignina, en skólinn hefði forkaupsrétt að henni. Hann segir ekki rétt að horfa til sparnaðarins hvað varðar samhengi í upphæðum. „Samhengið er frekar það að hver nýr skóli kostar 1,5 til tvo milljarða króna. Greiðslan fyrir Ísaksskóla er svipuð og ársleiga slíkra skóla. Þetta er því ekki hátt kaupverð.“ Hann segir hagsmunum borgarinnar gagnvart börnunum í skólanum tryggða með þessari ráðstöfun og hagsmunum skólans einnig. Með gjörningnum náist að losa skólann við mjög óhagstætt bankalán. Tekið hafi verið til í rekstri skólans og honum hafi verið komið á traustan grunn. Sjálfstæðisflokkurinn studdi kaupin og Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokksins, segir að nauðsynlegt hafi verið að tryggja eðlilegt skólahald. Betri leið hafi verið að kaupa eignirnar en að setja aukið fé í reksturinn. „Þetta er tímabundið framlag og borgin fær leigutekjur af eignunum. Skólanum gefst síðan kostur á að kaupa þær aftur. Þetta tryggir áframhaldandi skólarekstur og hagsmuni barnanna.“ kolbeinn@frettabladid.isdagur b. eggertssonhanna birna kristjánsdóttir Fréttir Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
sóley tómasdóttir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, gagnrýnir kaup Reykjavíkurborgar á eignum Ísaksskóla. Borgarráð samþykkti kaupin í síðustu viku, en kaupverðið nemur 184 milljónum króna. „Mér finnst þetta sérkennilegt eftir allt það sem á undan er gengið í menntamálum hjá Reykjavíkurborg. Það er búið að setja allt skólastarf í uppnám, leik- og grunnskóla sem og frístundastarf,“ segir Sóley, og vísar þar til hagræðingar og sameiningar í skólakerfinu. Samkvæmt tillögu um sameiningu skóla á hún að skila 150 milljónum króna ein og sér, sem felst aðallega í minni kostnaði við laun og stjórnun. Tillögurnar allar gera ráð fyrir 15 milljóna sparnaði á þessu ári, en hann mun nema nokkur hundruð milljónum, samkvæmt tillögunum, þegar fram í sækir. Sóley segir að í ljósi þessa sé ráðstöfunin gagnvart Ísaksskóla sérkennileg. „Mér finnst skjóta skökku við að borgin skuli eiga 184 milljónir til að kaupa einkaskóla.“ Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir stöðu Ísaksskóla hafa verið mjög þrönga og skólastarf hafi stefnt í uppnám. Í stað þess að auka fjárframlög hafi verið brugðið á það ráð að borgin keypti fasteignina, en skólinn hefði forkaupsrétt að henni. Hann segir ekki rétt að horfa til sparnaðarins hvað varðar samhengi í upphæðum. „Samhengið er frekar það að hver nýr skóli kostar 1,5 til tvo milljarða króna. Greiðslan fyrir Ísaksskóla er svipuð og ársleiga slíkra skóla. Þetta er því ekki hátt kaupverð.“ Hann segir hagsmunum borgarinnar gagnvart börnunum í skólanum tryggða með þessari ráðstöfun og hagsmunum skólans einnig. Með gjörningnum náist að losa skólann við mjög óhagstætt bankalán. Tekið hafi verið til í rekstri skólans og honum hafi verið komið á traustan grunn. Sjálfstæðisflokkurinn studdi kaupin og Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokksins, segir að nauðsynlegt hafi verið að tryggja eðlilegt skólahald. Betri leið hafi verið að kaupa eignirnar en að setja aukið fé í reksturinn. „Þetta er tímabundið framlag og borgin fær leigutekjur af eignunum. Skólanum gefst síðan kostur á að kaupa þær aftur. Þetta tryggir áframhaldandi skólarekstur og hagsmuni barnanna.“ kolbeinn@frettabladid.isdagur b. eggertssonhanna birna kristjánsdóttir
Fréttir Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira