Steven Lennon: Við getum bjargað okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. ágúst 2011 08:00 Steven Lennon skoraði ekki þrennu gegn Val eins og greint var frá í fyrstu en er þó leikmaður umferðinnar hjá Fréttablaðinu. fréttablaðið/anton Steven Lennon er leikmaður 16. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja þegar Fram vann 3-1 sigur á Val í fyrrakvöld. Þetta var aðeins annar sigur Fram í sumar en Lennon skoraði einmitt sigurmarkið í hinum sigurleiknum – gegn Víkingi 18. júlí. Alls hefur hann nú skorað fjögur mörk í sex leikjum. „Þetta var góður leikur. Ég held að liðið sé að ná betur saman,“ sagði Lennon við Fréttablaðið. „Það hafa nýir leikmenn verið að koma inn eins og Sam Hewson og vonandi tekst okkur að halda áfram á þessum nótum.“ Gott að vera hjá FramHann segir að sér líði vel á Íslandi og hjá Fram. „Það er erfitt að koma til nýs lands en ég þekkti Alan Lowing frá því að við vorum hjá Glasgow Rangers saman og svo var Sam Tillen hér fyrir. Það auðveldaði málin talsvert og ég nýt verunnar hjá Fram.“ Fram hefur þó verið í miklu basli í allt sumar og er nú sex stigum frá öruggu sæti. Hann segir þó að liðið hafi enn tíma til að bjarga sér frá falli úr Pepsi-deildinni. „Við vorum með þrjú stig þegar ég kom en mér finnst þjálfarinn nú vera kominn með lið sem getur staðið sig betur. Við eigum aftur leik í næstu viku og vonandi tekst okkur að halda áfram að safna stigum þá,“ sagði hann en Fram mætir toppliði KR á mánudaginn kemur. „Það er enn nægur tími til stefnu. Það eru enn sex leikir eftir og við eigum eftir að spila við lið eins og Grindavík, Keflavík og Þór. Ef okkur tekst að halda okkur nálægt þeim liðum er allt mögulegt.“ Rétt að halda ÞorvaldiÞorvaldur Örlygsson hefur náð góðum árangri með Fram undanfarin ár en mikill viðsnúningur hefur verið á því í sumar. Stjórn Fram hefur þó haldið tryggð við Þorvald og segir Lennon að það hafi verið rétt ákvörðun. „Það er gott að spila fyrir Þorvald og leikmönnunum líður vel undir hans stjórn. Það var gott að vinna þennan leik fyrir hann,“ sagði Lennon. „Hann hefur náð að styrkja liðið með leikmönnum í sumar og það sést best á spilamennskunni.“ Lennon er einn fjölmargra Breta sem spila á Íslandi um þessar mundir en hann segir það góðan kost fyrir marga unga stráka að kom til Íslands til að fá að spila. „Margir alast upp hjá stórum félögum þar sem ríkir mikil samkeppni og erfitt að komast upp í aðalliðið. Því er gott að komast til Íslands og sýna hvað maður getur. Ég vona að þetta reynistgæfuskref fyrir minn knattspyrnuferil. Ég vil standa mig vel og vona að það veki eftirtekt.“ Lennon skrifaði undir samning sem gildir til loka leiktíðarinnar en hann útilokar ekki að vera hér áfram. „Ég mun ræða við félagið eftir nokkrar vikur og þá verður tekin ákvörðun um framhaldið. En mér líður vel á Íslandi.“ Fékk ekki þrennunaLennon var reyndar fyrst sagður hafa skorað þrennu fyrir Fram gegn Val en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þriðja mark liðsins var sjálfsmark Atla Sveins Þórarinssonar. „Já, ég heyrði af því að það sé búið að taka af mér markið og líklega er það rétt að boltinn hafi farið af miðverðinum. En í mínum huga er þetta þrenna – þó það nái líklega ekki lengra en það,“ segir hann í léttum dúr. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Steven Lennon er leikmaður 16. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja þegar Fram vann 3-1 sigur á Val í fyrrakvöld. Þetta var aðeins annar sigur Fram í sumar en Lennon skoraði einmitt sigurmarkið í hinum sigurleiknum – gegn Víkingi 18. júlí. Alls hefur hann nú skorað fjögur mörk í sex leikjum. „Þetta var góður leikur. Ég held að liðið sé að ná betur saman,“ sagði Lennon við Fréttablaðið. „Það hafa nýir leikmenn verið að koma inn eins og Sam Hewson og vonandi tekst okkur að halda áfram á þessum nótum.“ Gott að vera hjá FramHann segir að sér líði vel á Íslandi og hjá Fram. „Það er erfitt að koma til nýs lands en ég þekkti Alan Lowing frá því að við vorum hjá Glasgow Rangers saman og svo var Sam Tillen hér fyrir. Það auðveldaði málin talsvert og ég nýt verunnar hjá Fram.“ Fram hefur þó verið í miklu basli í allt sumar og er nú sex stigum frá öruggu sæti. Hann segir þó að liðið hafi enn tíma til að bjarga sér frá falli úr Pepsi-deildinni. „Við vorum með þrjú stig þegar ég kom en mér finnst þjálfarinn nú vera kominn með lið sem getur staðið sig betur. Við eigum aftur leik í næstu viku og vonandi tekst okkur að halda áfram að safna stigum þá,“ sagði hann en Fram mætir toppliði KR á mánudaginn kemur. „Það er enn nægur tími til stefnu. Það eru enn sex leikir eftir og við eigum eftir að spila við lið eins og Grindavík, Keflavík og Þór. Ef okkur tekst að halda okkur nálægt þeim liðum er allt mögulegt.“ Rétt að halda ÞorvaldiÞorvaldur Örlygsson hefur náð góðum árangri með Fram undanfarin ár en mikill viðsnúningur hefur verið á því í sumar. Stjórn Fram hefur þó haldið tryggð við Þorvald og segir Lennon að það hafi verið rétt ákvörðun. „Það er gott að spila fyrir Þorvald og leikmönnunum líður vel undir hans stjórn. Það var gott að vinna þennan leik fyrir hann,“ sagði Lennon. „Hann hefur náð að styrkja liðið með leikmönnum í sumar og það sést best á spilamennskunni.“ Lennon er einn fjölmargra Breta sem spila á Íslandi um þessar mundir en hann segir það góðan kost fyrir marga unga stráka að kom til Íslands til að fá að spila. „Margir alast upp hjá stórum félögum þar sem ríkir mikil samkeppni og erfitt að komast upp í aðalliðið. Því er gott að komast til Íslands og sýna hvað maður getur. Ég vona að þetta reynistgæfuskref fyrir minn knattspyrnuferil. Ég vil standa mig vel og vona að það veki eftirtekt.“ Lennon skrifaði undir samning sem gildir til loka leiktíðarinnar en hann útilokar ekki að vera hér áfram. „Ég mun ræða við félagið eftir nokkrar vikur og þá verður tekin ákvörðun um framhaldið. En mér líður vel á Íslandi.“ Fékk ekki þrennunaLennon var reyndar fyrst sagður hafa skorað þrennu fyrir Fram gegn Val en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þriðja mark liðsins var sjálfsmark Atla Sveins Þórarinssonar. „Já, ég heyrði af því að það sé búið að taka af mér markið og líklega er það rétt að boltinn hafi farið af miðverðinum. En í mínum huga er þetta þrenna – þó það nái líklega ekki lengra en það,“ segir hann í léttum dúr.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira