Steven Lennon: Við getum bjargað okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. ágúst 2011 08:00 Steven Lennon skoraði ekki þrennu gegn Val eins og greint var frá í fyrstu en er þó leikmaður umferðinnar hjá Fréttablaðinu. fréttablaðið/anton Steven Lennon er leikmaður 16. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja þegar Fram vann 3-1 sigur á Val í fyrrakvöld. Þetta var aðeins annar sigur Fram í sumar en Lennon skoraði einmitt sigurmarkið í hinum sigurleiknum – gegn Víkingi 18. júlí. Alls hefur hann nú skorað fjögur mörk í sex leikjum. „Þetta var góður leikur. Ég held að liðið sé að ná betur saman,“ sagði Lennon við Fréttablaðið. „Það hafa nýir leikmenn verið að koma inn eins og Sam Hewson og vonandi tekst okkur að halda áfram á þessum nótum.“ Gott að vera hjá FramHann segir að sér líði vel á Íslandi og hjá Fram. „Það er erfitt að koma til nýs lands en ég þekkti Alan Lowing frá því að við vorum hjá Glasgow Rangers saman og svo var Sam Tillen hér fyrir. Það auðveldaði málin talsvert og ég nýt verunnar hjá Fram.“ Fram hefur þó verið í miklu basli í allt sumar og er nú sex stigum frá öruggu sæti. Hann segir þó að liðið hafi enn tíma til að bjarga sér frá falli úr Pepsi-deildinni. „Við vorum með þrjú stig þegar ég kom en mér finnst þjálfarinn nú vera kominn með lið sem getur staðið sig betur. Við eigum aftur leik í næstu viku og vonandi tekst okkur að halda áfram að safna stigum þá,“ sagði hann en Fram mætir toppliði KR á mánudaginn kemur. „Það er enn nægur tími til stefnu. Það eru enn sex leikir eftir og við eigum eftir að spila við lið eins og Grindavík, Keflavík og Þór. Ef okkur tekst að halda okkur nálægt þeim liðum er allt mögulegt.“ Rétt að halda ÞorvaldiÞorvaldur Örlygsson hefur náð góðum árangri með Fram undanfarin ár en mikill viðsnúningur hefur verið á því í sumar. Stjórn Fram hefur þó haldið tryggð við Þorvald og segir Lennon að það hafi verið rétt ákvörðun. „Það er gott að spila fyrir Þorvald og leikmönnunum líður vel undir hans stjórn. Það var gott að vinna þennan leik fyrir hann,“ sagði Lennon. „Hann hefur náð að styrkja liðið með leikmönnum í sumar og það sést best á spilamennskunni.“ Lennon er einn fjölmargra Breta sem spila á Íslandi um þessar mundir en hann segir það góðan kost fyrir marga unga stráka að kom til Íslands til að fá að spila. „Margir alast upp hjá stórum félögum þar sem ríkir mikil samkeppni og erfitt að komast upp í aðalliðið. Því er gott að komast til Íslands og sýna hvað maður getur. Ég vona að þetta reynistgæfuskref fyrir minn knattspyrnuferil. Ég vil standa mig vel og vona að það veki eftirtekt.“ Lennon skrifaði undir samning sem gildir til loka leiktíðarinnar en hann útilokar ekki að vera hér áfram. „Ég mun ræða við félagið eftir nokkrar vikur og þá verður tekin ákvörðun um framhaldið. En mér líður vel á Íslandi.“ Fékk ekki þrennunaLennon var reyndar fyrst sagður hafa skorað þrennu fyrir Fram gegn Val en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þriðja mark liðsins var sjálfsmark Atla Sveins Þórarinssonar. „Já, ég heyrði af því að það sé búið að taka af mér markið og líklega er það rétt að boltinn hafi farið af miðverðinum. En í mínum huga er þetta þrenna – þó það nái líklega ekki lengra en það,“ segir hann í léttum dúr. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Fleiri fréttir KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Sjá meira
Steven Lennon er leikmaður 16. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja þegar Fram vann 3-1 sigur á Val í fyrrakvöld. Þetta var aðeins annar sigur Fram í sumar en Lennon skoraði einmitt sigurmarkið í hinum sigurleiknum – gegn Víkingi 18. júlí. Alls hefur hann nú skorað fjögur mörk í sex leikjum. „Þetta var góður leikur. Ég held að liðið sé að ná betur saman,“ sagði Lennon við Fréttablaðið. „Það hafa nýir leikmenn verið að koma inn eins og Sam Hewson og vonandi tekst okkur að halda áfram á þessum nótum.“ Gott að vera hjá FramHann segir að sér líði vel á Íslandi og hjá Fram. „Það er erfitt að koma til nýs lands en ég þekkti Alan Lowing frá því að við vorum hjá Glasgow Rangers saman og svo var Sam Tillen hér fyrir. Það auðveldaði málin talsvert og ég nýt verunnar hjá Fram.“ Fram hefur þó verið í miklu basli í allt sumar og er nú sex stigum frá öruggu sæti. Hann segir þó að liðið hafi enn tíma til að bjarga sér frá falli úr Pepsi-deildinni. „Við vorum með þrjú stig þegar ég kom en mér finnst þjálfarinn nú vera kominn með lið sem getur staðið sig betur. Við eigum aftur leik í næstu viku og vonandi tekst okkur að halda áfram að safna stigum þá,“ sagði hann en Fram mætir toppliði KR á mánudaginn kemur. „Það er enn nægur tími til stefnu. Það eru enn sex leikir eftir og við eigum eftir að spila við lið eins og Grindavík, Keflavík og Þór. Ef okkur tekst að halda okkur nálægt þeim liðum er allt mögulegt.“ Rétt að halda ÞorvaldiÞorvaldur Örlygsson hefur náð góðum árangri með Fram undanfarin ár en mikill viðsnúningur hefur verið á því í sumar. Stjórn Fram hefur þó haldið tryggð við Þorvald og segir Lennon að það hafi verið rétt ákvörðun. „Það er gott að spila fyrir Þorvald og leikmönnunum líður vel undir hans stjórn. Það var gott að vinna þennan leik fyrir hann,“ sagði Lennon. „Hann hefur náð að styrkja liðið með leikmönnum í sumar og það sést best á spilamennskunni.“ Lennon er einn fjölmargra Breta sem spila á Íslandi um þessar mundir en hann segir það góðan kost fyrir marga unga stráka að kom til Íslands til að fá að spila. „Margir alast upp hjá stórum félögum þar sem ríkir mikil samkeppni og erfitt að komast upp í aðalliðið. Því er gott að komast til Íslands og sýna hvað maður getur. Ég vona að þetta reynistgæfuskref fyrir minn knattspyrnuferil. Ég vil standa mig vel og vona að það veki eftirtekt.“ Lennon skrifaði undir samning sem gildir til loka leiktíðarinnar en hann útilokar ekki að vera hér áfram. „Ég mun ræða við félagið eftir nokkrar vikur og þá verður tekin ákvörðun um framhaldið. En mér líður vel á Íslandi.“ Fékk ekki þrennunaLennon var reyndar fyrst sagður hafa skorað þrennu fyrir Fram gegn Val en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þriðja mark liðsins var sjálfsmark Atla Sveins Þórarinssonar. „Já, ég heyrði af því að það sé búið að taka af mér markið og líklega er það rétt að boltinn hafi farið af miðverðinum. En í mínum huga er þetta þrenna – þó það nái líklega ekki lengra en það,“ segir hann í léttum dúr.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Fleiri fréttir KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Sjá meira