Lífið

Bieber mætti í gullbuxum

Justin Bieber fékk verðlaun fyrir að láta gott af sér leiða í tónlistarbransanum, en hér er hann í gullbuxum með Kim Kardashian.
Justin Bieber fékk verðlaun fyrir að láta gott af sér leiða í tónlistarbransanum, en hér er hann í gullbuxum með Kim Kardashian.
Það líður varla dagur án þess að rauði dregillinn sé dreginn út í Hollywood. Um helgina stóð sjónvarpsstöðin VH1 fyrir hátíðinni Do Something Awards eða „Gerðu eitthvað verðlaunin".

Þeir frægu einstaklingar sem hafa látið gott af sér leiða í þágu samfélagsins og góðgerðamála á árinu fá verðlaun í formi peningaupphæðar sem renna svo til góðs málefnis að eigin vali.

Stjörnur á borð við David Beckham og Justin Bieber fengu verðlaun, en Bieber vakti athygli í gullbuxum og brosti fyrir myndavélina ásamt vinkonu sinni Kim Kardashian. Fyrirsætan og þáttastjórnandinn Tyra Banks mætti hress í samfestingi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.