Lífið

Jólin komu snemma í ár með sigri KR

Hafsteinn Egilsson, vert á Rauða ljóninu, er sáttur við laugardagskvöldið þegar KR-ingar fylltu staðinn í sigurvímu. Hann segir kvöldið þó bara vera upphitun fyrir 1. október.
Hafsteinn Egilsson, vert á Rauða ljóninu, er sáttur við laugardagskvöldið þegar KR-ingar fylltu staðinn í sigurvímu. Hann segir kvöldið þó bara vera upphitun fyrir 1. október. Fréttablaðið/GVA
„Við vorum að grínast með að salan þetta eina kvöld hefði verið meiri en allan júlímánuð,“ segir Hafsteinn Egilsson, vert á Rauða ljóninu á Eiðistorgi.

Veitingastaðurinn er heimavöllur stuðningsmanna KR sem stigu trylltan sigurdans á laugardagskvöldið þegar félagið tryggði sér bikarmeistaratitilinn eftir sigur á Þór frá Akureyri. Hafsteinn segist ekki hafa nákvæma tölu á því hversu margir hafi skemmt sér á veitingastaðnum og torginu fyrir framan en giskar á þúsund manns.

KR-ingar máttu þola háðulega útreið í úrslitaleiknum í fyrra þegar liðið steinlá fyrir FH en mikill meðbyr hefur verið í svart/hvítu-seglin á þessu ári. Liðið hefur ekki tapað leik á tímabilinu og KR-ingar eygja margir hverjir þá von að félaginu takist að landa Íslandsmeistaratitlinum 1. október þegar það mætir erkifjendunum í Val. Hafsteinn er engin undantekning þar á. „Ég sagði mönnum að veislan á laugardaginn væri bara upphitun, aðalveislan yrði í október.“

Veitingamaðurinn átti jafnframt ekki orð yfir liðið sjálft sem hann segir að rækti samband sitt við stuðningsmenn liðsins á einstakan hátt. „Þeir komu upp á svið á laugardagskvöldið, sungu með fólkinu sínu og voru algjörlega til fyrirmyndar.“

- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.