Lífið

Yorke veitti innblástur

Innblástur Thom Yorke úr Radiohead veitti Flea mikinn innblástur.
Nordicphotos/Getty
Innblástur Thom Yorke úr Radiohead veitti Flea mikinn innblástur. Nordicphotos/Getty
Bassaleikarinn Flea úr Red Hot Chili Peppers fer fögrum orðum um Thom Yorke úr Radiohead. Þeir unnu saman í ofurgrúppunni Atoms For Peace með Patti Smith og Damon Albarn og segir Flea að Yorke hafi kennt honum svo margt. „Hann er ótrúlega góður tónlistarmaður og falleg manneskja. Hann er svo hreinn listamaður. Það hjálpar mikið að vera í kringum manneskju sem sendir frá sér svo jákvæða orku,“ segir Flea.

Flea notaði tveggja ára frí Red Hot Chili Peppers eftir síðustu plötu til að vinna með Atoms For Peace. Hann segir að það hafi verið ánægjuleg reynsla en er þó glaður yfir að Chili Peppers sé farin að spila á ný. „Þetta er heimili mitt,“ segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.