Lífið

Leikur Austin Powers á ný

Austin Powers snýr aftur
Mike Myers hefur samið um að leika í fjórðu myndinni um njósnarann alræmda.
Austin Powers snýr aftur Mike Myers hefur samið um að leika í fjórðu myndinni um njósnarann alræmda.
Mike Myers hefur gengið frá samningi um að hann leiki í fjórðu myndinni um Austin Powers. Níu ár eru liðin síðan þriðja myndin, Goldmember, var frumsýnd og síðan þá hefur ferill leikarans verið á nokkuð hraðri niðurleið.

Ekki hefur enn verið ráðinn leikstjóri að myndinni en kvikmyndasíður á netinu greina frá því að Jay Roach, sem leikstýrði öllum þremur Austin Powers-myndunum, sé fyrsti valkostur framleiðenda.

Mike Myers var einn vinsælasti gamanleikarinn í bransanum á tíunda áratugnum og lék í myndum á borð við Wayne‘s World og So I Married An Axe Murderer. Síðustu myndir hans hafa aftur á móti verið stórvirki á borð við View From The Top og The Love Guru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.