Lífið

Jógvan og Friðrik Ómar ferskir eftir fiskisúpuna

Friðrik Ómar og Jógvan ætla að syngja lög af plötunni Vinalög á Dalvík.
Friðrik Ómar og Jógvan ætla að syngja lög af plötunni Vinalög á Dalvík. fréttablaðið/gva
Félagarnir Friðrik Ómar og Jógvan ljúka tónleikaferðalagi sínu um landið með tvennum tónleikum í tilefni Fiskidagsins mikla á Dalvík, heimabæ Friðriks Ómars. Báðir tónleikarnir fara fram í Dalvíkurkirkju.

Þeir fyrri verða eftir fiskisúpuna í kvöld kl. 22 og þeir síðari verða annað kvöld kl. 20. Miðasala er við innganginn. Flutt verða lög af plötunni Vinalög sem inniheldur íslensk og færeysk dægurlög. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum eru þeir með nýja barnaplötu í bígerð og kemur hún út fyrir jól.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.