Lífið

Berlínarsnúður á leið til Íslands

Henrik Schwarz spilar á Party Zone-kvöldi á Nasa 3. september.
Henrik Schwarz spilar á Party Zone-kvöldi á Nasa 3. september. NORDICPHOTOS/GETTY
„Við höfum verið í sambandi við hann í fjögur ár. Hann er gríðarlega mikils metinn í Þýskalandi,“ segir Helgi Már Bjarnason úr útvarpsþættinum Party Zone á Rás 2.

Þýski plötusnúðurinn Henrik Schwarz spilar á stóru Party Zone-kvöldi sem verður haldið á Nasa 3. september. DJ Margeir hitar upp. Schwarz hefur verið verið einn áhrifamesti plötusnúður Berlínarborgar síðasta áratuginn og notið mikillar virðingar. Hann spilaði nýlega á Sonar-hátíðinni í Barcelona og hefur komið fram á djasshátíðum og í tónlistarhöllum á borð við Royal Festival Hall.

„Gengið er ekki hagstætt. Án samstillts átaks og góðra styrktaraðila værum við ekki að flytja inn þessa aðila. Það þarf að hugsa og pæla í öllum hliðum málsins til að svona gangi upp,“ segir Helgi Már um komu Schwarz til landsins.

Party Zone hefur áður flutt til landsins þýsku stuðboltana Timo Maas, Tiefschwarz, Stephan Bodzin, Marc Romboy og Booka Shade. Sá síðastnefndi spilaði í Laugardalshöll á síðasta ári á Eventhátíð CCP fyrir framan 3.500 manns.

Forsala miða á tónleikana á Nasa hefst eftir helgi á Midi.is og í verslunum Brims.

-fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.