Lífið

Hefna sín á Charlie Sheen - verður jarðaður í næstu þáttaröð

Persóna Charlie í Two and a Half Men verður jörðuð í næstu þáttaröð.
Persóna Charlie í Two and a Half Men verður jörðuð í næstu þáttaröð. Nordicphotos/Getty
Piparsveinninn Charlie Harper verður jarðaður í næstu þáttaröð af Two and a Half Men. Framleiðandinn Chuck Lorre kemur þannig fram hefndum.

Persóna Charlie Sheen í sjónvarpsþáttunum vinsælu Two and a Half Men verður ekki aðeins látin deyja í næstu þáttaröð heldur verður hún einnig jörðuð.

Sheen varð hæstlaunaði sjónvarpsleikarinn í Hollywood fyrir hlutverk sitt í þáttunum. Eftir að hafa móðgað framleiðanda þáttanna og einn af höfundum þeirra, Chuck Lorre, í mars síðastliðnum og hagað sér almennt eins og fábjáni var Sheen rekinn og Ashton Kutcher ráðinn í hans stað. Nú virðist Lorre hafa komið fram hefndum sínum með því að jarða hinn kvensama piparsvein, Charlie Harper, í eitt skipti fyrir öll. Mikil leynd hvílir yfir söguþræðinum en samkvæmt heimildarmönnum fer jarðarförin fram í fyrstu tveimur þáttunum í nýju þáttaröðinni og hefjast tökur á næstu dögum.

Samkvæmt síðunni Deadline Hollywood deyr Charlie og hús hans í Malibu verður sett á söluskrá í byrjun þáttaraðarinnar. Þá kemur persóna Kutchers, Raymond, til sögunnar sem mögulegur kaupandi. Kutcher hefur áður getið sér gott orð í sjónvarpi sem hrekkjalómur í Punk"d og sem Michael Kelson í gamanþáttunum That 70"s Show. Hann ætti því að kunna vel við sig í sjónvarpinu en hvort honum tekst að fylla skarðið sem Sheen skilur eftir sig á eftir að koma í ljós.

Sheen hefur gert samning um að leika í nýrri sjónvarpsþáttaröð, Anger Management. Engin bandarísk sjónvarpsstöð hefur þó enn sem komið er fest kaup á henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.