Hannar fyrir Hollywood 7. ágúst 2011 14:00 Hönnun Rannveigar Gísladóttur hefur vakið lukku á meðal stjarnanna í Hollywood.mynd/úr einkasafni Ameríski söngvarinn Steven Tyler bar eyrnalokka hönnuðarins Rannveigar Gísladóttur í lokaþætti American Idol og á frumsýningu Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides í vor. Stílistar Rihönnu og Keishu hafa einnig keypt lokka Rannveigar fyrir skjólstæðinga sína en hún hefur þó enn ekki séð þær koma fram með þá. Rannveig er búsett í Hollywood og þar hannar hún undir merki sínu Ranna Design. Hún segist selja hönnun sína í lítilli tískuverslun í Los Angeles. „Þetta er mjög fín búð og þar verslar mikið af frægu fólki og stílistum. Búðin er falin og ekki merkt," segir Rannveig og bætir við að Steven Tyler og stílistar Rihönnu og Keishu hafi keypt eyrnalokkana þar. Rannveig segist hafa fengið talsverð viðbrögð eftir að Tyler birtist opinberlega með eyrnalokk sinn. „Þegar ég var einu sinni með svipaðan eyrnalokk og Steven Tyler var með var ég spurð úti á götu hvort þetta væri eins lokkur og hann var með," segir Rannveig glaðlega og finnst gaman að frægt fólk noti hönnun hennar. Rannveig er 25 ára og útskrifaðist sem fatahönnuður úr Fashion Institute of Design and Merchandising síðasta vor. Hún hlaut verðlaun fyrir glæsilegan árangur í náminu við útskrift. Frá útskrift hefur hún meðal annars verið að vinna hjá sænska hönnuðinum Lottu Stensson og einnig hefur hún hannað búninga fyrir tónlistarmyndbönd og stuttmyndir. „Ég var meðal annars að vinna með plötusnúðnum Flying Lotus sem er þekktur hérna úti." Hvað er á döfinni hjá þér núna? „Ég ætla reyndar að koma heim núna í haust í eitt ár. Svo ætla ég að fara aftur út og halda áfram í skóla," segir Rannveig sem hefur til dæmis hug á að læra meira í búningahönnun. „Ég ætla líka að fara að byggja upp mína eigin línu þegar ég kem heim. Það verður kannski rólegra í öðrum verkefnum þá." martaf@frettabladid.isÍ lokaþætti American Idol var Tyler með lokk frá Ranna Design. nordicphotos/getty Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Ameríski söngvarinn Steven Tyler bar eyrnalokka hönnuðarins Rannveigar Gísladóttur í lokaþætti American Idol og á frumsýningu Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides í vor. Stílistar Rihönnu og Keishu hafa einnig keypt lokka Rannveigar fyrir skjólstæðinga sína en hún hefur þó enn ekki séð þær koma fram með þá. Rannveig er búsett í Hollywood og þar hannar hún undir merki sínu Ranna Design. Hún segist selja hönnun sína í lítilli tískuverslun í Los Angeles. „Þetta er mjög fín búð og þar verslar mikið af frægu fólki og stílistum. Búðin er falin og ekki merkt," segir Rannveig og bætir við að Steven Tyler og stílistar Rihönnu og Keishu hafi keypt eyrnalokkana þar. Rannveig segist hafa fengið talsverð viðbrögð eftir að Tyler birtist opinberlega með eyrnalokk sinn. „Þegar ég var einu sinni með svipaðan eyrnalokk og Steven Tyler var með var ég spurð úti á götu hvort þetta væri eins lokkur og hann var með," segir Rannveig glaðlega og finnst gaman að frægt fólk noti hönnun hennar. Rannveig er 25 ára og útskrifaðist sem fatahönnuður úr Fashion Institute of Design and Merchandising síðasta vor. Hún hlaut verðlaun fyrir glæsilegan árangur í náminu við útskrift. Frá útskrift hefur hún meðal annars verið að vinna hjá sænska hönnuðinum Lottu Stensson og einnig hefur hún hannað búninga fyrir tónlistarmyndbönd og stuttmyndir. „Ég var meðal annars að vinna með plötusnúðnum Flying Lotus sem er þekktur hérna úti." Hvað er á döfinni hjá þér núna? „Ég ætla reyndar að koma heim núna í haust í eitt ár. Svo ætla ég að fara aftur út og halda áfram í skóla," segir Rannveig sem hefur til dæmis hug á að læra meira í búningahönnun. „Ég ætla líka að fara að byggja upp mína eigin línu þegar ég kem heim. Það verður kannski rólegra í öðrum verkefnum þá." martaf@frettabladid.isÍ lokaþætti American Idol var Tyler með lokk frá Ranna Design. nordicphotos/getty
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira