Hannar fyrir Hollywood 7. ágúst 2011 14:00 Hönnun Rannveigar Gísladóttur hefur vakið lukku á meðal stjarnanna í Hollywood.mynd/úr einkasafni Ameríski söngvarinn Steven Tyler bar eyrnalokka hönnuðarins Rannveigar Gísladóttur í lokaþætti American Idol og á frumsýningu Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides í vor. Stílistar Rihönnu og Keishu hafa einnig keypt lokka Rannveigar fyrir skjólstæðinga sína en hún hefur þó enn ekki séð þær koma fram með þá. Rannveig er búsett í Hollywood og þar hannar hún undir merki sínu Ranna Design. Hún segist selja hönnun sína í lítilli tískuverslun í Los Angeles. „Þetta er mjög fín búð og þar verslar mikið af frægu fólki og stílistum. Búðin er falin og ekki merkt," segir Rannveig og bætir við að Steven Tyler og stílistar Rihönnu og Keishu hafi keypt eyrnalokkana þar. Rannveig segist hafa fengið talsverð viðbrögð eftir að Tyler birtist opinberlega með eyrnalokk sinn. „Þegar ég var einu sinni með svipaðan eyrnalokk og Steven Tyler var með var ég spurð úti á götu hvort þetta væri eins lokkur og hann var með," segir Rannveig glaðlega og finnst gaman að frægt fólk noti hönnun hennar. Rannveig er 25 ára og útskrifaðist sem fatahönnuður úr Fashion Institute of Design and Merchandising síðasta vor. Hún hlaut verðlaun fyrir glæsilegan árangur í náminu við útskrift. Frá útskrift hefur hún meðal annars verið að vinna hjá sænska hönnuðinum Lottu Stensson og einnig hefur hún hannað búninga fyrir tónlistarmyndbönd og stuttmyndir. „Ég var meðal annars að vinna með plötusnúðnum Flying Lotus sem er þekktur hérna úti." Hvað er á döfinni hjá þér núna? „Ég ætla reyndar að koma heim núna í haust í eitt ár. Svo ætla ég að fara aftur út og halda áfram í skóla," segir Rannveig sem hefur til dæmis hug á að læra meira í búningahönnun. „Ég ætla líka að fara að byggja upp mína eigin línu þegar ég kem heim. Það verður kannski rólegra í öðrum verkefnum þá." martaf@frettabladid.isÍ lokaþætti American Idol var Tyler með lokk frá Ranna Design. nordicphotos/getty Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Ameríski söngvarinn Steven Tyler bar eyrnalokka hönnuðarins Rannveigar Gísladóttur í lokaþætti American Idol og á frumsýningu Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides í vor. Stílistar Rihönnu og Keishu hafa einnig keypt lokka Rannveigar fyrir skjólstæðinga sína en hún hefur þó enn ekki séð þær koma fram með þá. Rannveig er búsett í Hollywood og þar hannar hún undir merki sínu Ranna Design. Hún segist selja hönnun sína í lítilli tískuverslun í Los Angeles. „Þetta er mjög fín búð og þar verslar mikið af frægu fólki og stílistum. Búðin er falin og ekki merkt," segir Rannveig og bætir við að Steven Tyler og stílistar Rihönnu og Keishu hafi keypt eyrnalokkana þar. Rannveig segist hafa fengið talsverð viðbrögð eftir að Tyler birtist opinberlega með eyrnalokk sinn. „Þegar ég var einu sinni með svipaðan eyrnalokk og Steven Tyler var með var ég spurð úti á götu hvort þetta væri eins lokkur og hann var með," segir Rannveig glaðlega og finnst gaman að frægt fólk noti hönnun hennar. Rannveig er 25 ára og útskrifaðist sem fatahönnuður úr Fashion Institute of Design and Merchandising síðasta vor. Hún hlaut verðlaun fyrir glæsilegan árangur í náminu við útskrift. Frá útskrift hefur hún meðal annars verið að vinna hjá sænska hönnuðinum Lottu Stensson og einnig hefur hún hannað búninga fyrir tónlistarmyndbönd og stuttmyndir. „Ég var meðal annars að vinna með plötusnúðnum Flying Lotus sem er þekktur hérna úti." Hvað er á döfinni hjá þér núna? „Ég ætla reyndar að koma heim núna í haust í eitt ár. Svo ætla ég að fara aftur út og halda áfram í skóla," segir Rannveig sem hefur til dæmis hug á að læra meira í búningahönnun. „Ég ætla líka að fara að byggja upp mína eigin línu þegar ég kem heim. Það verður kannski rólegra í öðrum verkefnum þá." martaf@frettabladid.isÍ lokaþætti American Idol var Tyler með lokk frá Ranna Design. nordicphotos/getty
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira