Lífið

Ástfangin hjólandi

Blake Lively og Leonardo DiCaprio eru enn saman.
Blake Lively og Leonardo DiCaprio eru enn saman. myndir/cover media
Lítið hefur sést til Blake Lively og Leonardos DiCaprio undanfarið og hafa slúðurmiðlar velt því fyrir sér hvort parið hafi slitið sambandi sínu. Svo er þó ekki því til þeirra sást í Los Angeles á miðvikudag og hjólandi um götur Manhattan í gær.

Lively og DiCaprio sáust fyrst saman á Cannes-kvikmyndahátíðinni í vor og hafa fjölmiðlar veitt sambandi þeirra mikla athygli. Ástin milli þeirra virðist enn í fullum blóma því Lively tók sér hlé frá tökum til þess að snæða hádegismat með DiCaprio á miðvikudaginn var.

„Þau sátu hlið við hlið og deildu með sér disk af mexikóskum mat. Þau töluðu mjög hljóðlega saman og aðrir gestir létu þau alveg í friði," var haft eftir sjónarvotti.

Fimm heppnir lesendur Lífsins fá tvo boðsmiða á myndina Rise of the planet of the apes sem sýnd er í Smárabíó, Egilshöll, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó.

Taktu þátt í bíóleik hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.