Lífið

Ljósmyndir urðu Amy að falli

Paz de la Huerta leikstýrir kvikmynd sem flytur boðskap sem á vel við í dag.
Paz de la Huerta leikstýrir kvikmynd sem flytur boðskap sem á vel við í dag. nordicphotos/getty
Bandaríska leikkonan og fyrirsætan Paz de la Huerta er að leggja lokahönd á nýja kvikmynd sem byggð er á sögunni um rauðu skóna. Hún segir mikilvægt að boðskapur kvikmyndarinnar komist til skila því hann eigi mjög vel við í dag.

„Myndin fjallar um einstaka konu sem býr í smábæ og er útskúfað vegna þess að hún er hæfileikarík og öðruvísi en aðrir. Þegar hún svo gerir mistök fyrirgefa hinir bæjarbúarnir henni ekki því þeir eru svo öfundsjúkir út í hana,“ sagði de la Huerta sem fer sjálf með aðalhlutverkið. Leikkonan þykir nokkuð sérstök bæði í hegðun og fasi og hefur látið ýmislegt flakka í blaðaviðtölum. Í viðtali við New York Observer segir hún lélegar ljósmyndir af Amy Winehouse hafa verið á meðal þess sem varð söngkonunni ungu að falli.

„Fjölmiðlar verða að læra að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Sjáið hvað kom fyrir Amy Winehouse. Kannski hefði hún haft meira sjálfstraust ef tímarit hefðu ekki birt svona mikið af ljótum myndum af henni og þá hefði hún kannski ekki drukkið eins mikið,“ sagði leikkonan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.