Lífið

Skúli einn á Vestfjörðum

Tónlistarmaðurinn Skúli mennski ferðast einn um Vestfirði 4. til 7. ágúst.
Tónlistarmaðurinn Skúli mennski ferðast einn um Vestfirði 4. til 7. ágúst.
Tónlistarmaðurinn Skúli mennski fer einn og yfirgefinn um Vestfirði 4. til 7. ágúst og flytur eigin verk. Lög af nýjustu plötu hans, Búgí!, verða í forgrunni en eldra efni og óútgefið fær að fljóta með. Yfirskriftin er „Einn og yfirgefinn“ þar sem hljómsveit hans Grjót verður ekki með í för. Mugison verður Skúla þó til halds og trausts tvö kvöld og flytur eigin lög.

Viðkomustaðir Skúla mennska eru Bolungarvík, Ísafjörður, Patreksfjörður og Súðavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.