Lífið

Spennandi bransi

Rihanna segir tónlistarbransann sjaldan hafa verið jafn spennandi og nú.
nordicphtos/getty
Rihanna segir tónlistarbransann sjaldan hafa verið jafn spennandi og nú. nordicphtos/getty
Rihanna sagði í nýlegu viðtali að söngkonur væru ráðandi í tónlistarbransanum í dag og nefnir í því samhengi stúlkur á borð við Katy Perry, Lady Gaga og Beyoncé. „Þetta er góður hópur af konum, ég, Lady Gaga, Katy Perry, Beyoncé og Kesha. Það er augljóst að konur eru mjög ráðandi innan bransans í dag og það er vegna þess að við höfum mikið keppnisskap. Mér hefur ekki þótt bransinn jafn spennandi og hann er nú í langan tíma. Þegar ég hitti Katy Perry í fyrsta sinn fannst mér hún vera eins og ferskur andvari inn í tónlistarheiminn,“ sagði söngkonan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.