Lífið

Hvetur fólk til dáða

Neyðarsöfnun hefur staðið yfir hjá UNICEF að undanförnu vegna þeirrar miklu hungursneyðar sem ríkir í norð-austurhluta Afríku.

Grínistinn Þorsteinn Guðmundsson ákvað að láta ekki sitt eftir liggja og tók upp myndband á símann sinn sem var frumsýnt á Facebook-síðu UNICEF í gærkvöldi. Þar hvetur hann almenning til að taka þátt í söfnuninni. „Ég bara hafði samband við þá [UNICEF] í vikunni og vildi gera eitthvað. Þeir stungu upp á hvort ég vildi gera videoblogg og mér fannst það alveg sjálfsagt," segir Þorsteinn. „Ég fór upp í Heiðmörk með hundinn, bullaði eitthvað í símann minn og bjó til video úr því. Mig langaði að sýna fram á að við getum hjálpað á ólíkan hátt. Þegar maður flettir blöðunum og er kannski orðinn blankur yfir mánaðarmótin getur maður samt fundið leið til að koma að gangi," segir hann.

Rúmlega átta þúsund manns hafa styrkt söfnunina hér á landi ásamt mörgum fyrirtækjum. Enn má þó gera betur og er myndband Þorsteins liður í því að hvetja fólk til dáða. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.