Boðið að farða á tískuvikunni í Kaupmannahöfn 1. ágúst 2011 13:30 Ísak Freyr Helgason: „Þetta verður mikil aksjón.“ Mynd/Anton Karl „Þetta er rosaleg viðurkenning fyrir mig,“ segir förðunarfræðingurinn Ísak Freyr Helgason, en honum var boðið að farða fyrir snyrtivörurisann MAC á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Ísak hefur lengi unnið hjá MAC á Íslandi, en hann er einn eftirsóttasti förðunarfræðingur landsins. Ísak var einnig Karli Berndsen innan handar í þættinum Nýtt útlit sem sýndur var á Skjá einum, en þar veittu þeir félagar fólki nýtt útlit, frá förðun til fata. Ísak verður eini Íslendingurinn í ellefu manna teymi MAC á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. En hvernig fékk Ísak þetta tækifæri? „Það eru haldin sex próf af förðunarfræðingum MAC sem koma hingað á þriggja mánaða fresti. Þetta eru svona forpróf sem eru haldin á öllum Norðurlöndunum og ef þú nærð þeim öllum, og þeim finnst þú vera tilbúinn, þá er þér boðið að koma til Danmerkur og taka lokaprófið,“ segir Ísak, en hann rúllaði prófunum upp og var því valinn í teymið. „Við verðum meðal annars að farða fyrir Brun Bazaar, Henrik Vibskov, Peter Jensen og Barbara Gongini. Þetta verður mikil aksjón og mikil keyrsla. Það verða tvær til þrjár sýningar á dag og við verðum hlaupandi á milli,“ segir Ísak, og bætir við að þetta fari allt í reynslubankann. Ísak heldur út á mánudaginn, en þá fer tískuvikan á fullt. Þegar heim er komið setur hann stefnuna á New York, en þangað fór hann í byrjun árs til þess að kynna sig og vinnu sína. „Ég ætla að halda áfram þar og gera eitthvað skemmtilegt. Ég hugsa að ég verði þar í tvo til þrjá mánuði.“ kristjana@frettabladid.is Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira
„Þetta er rosaleg viðurkenning fyrir mig,“ segir förðunarfræðingurinn Ísak Freyr Helgason, en honum var boðið að farða fyrir snyrtivörurisann MAC á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Ísak hefur lengi unnið hjá MAC á Íslandi, en hann er einn eftirsóttasti förðunarfræðingur landsins. Ísak var einnig Karli Berndsen innan handar í þættinum Nýtt útlit sem sýndur var á Skjá einum, en þar veittu þeir félagar fólki nýtt útlit, frá förðun til fata. Ísak verður eini Íslendingurinn í ellefu manna teymi MAC á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. En hvernig fékk Ísak þetta tækifæri? „Það eru haldin sex próf af förðunarfræðingum MAC sem koma hingað á þriggja mánaða fresti. Þetta eru svona forpróf sem eru haldin á öllum Norðurlöndunum og ef þú nærð þeim öllum, og þeim finnst þú vera tilbúinn, þá er þér boðið að koma til Danmerkur og taka lokaprófið,“ segir Ísak, en hann rúllaði prófunum upp og var því valinn í teymið. „Við verðum meðal annars að farða fyrir Brun Bazaar, Henrik Vibskov, Peter Jensen og Barbara Gongini. Þetta verður mikil aksjón og mikil keyrsla. Það verða tvær til þrjár sýningar á dag og við verðum hlaupandi á milli,“ segir Ísak, og bætir við að þetta fari allt í reynslubankann. Ísak heldur út á mánudaginn, en þá fer tískuvikan á fullt. Þegar heim er komið setur hann stefnuna á New York, en þangað fór hann í byrjun árs til þess að kynna sig og vinnu sína. „Ég ætla að halda áfram þar og gera eitthvað skemmtilegt. Ég hugsa að ég verði þar í tvo til þrjá mánuði.“ kristjana@frettabladid.is
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira