Laðar að sér ferfætlinga í Róm 23. júlí 2011 08:00 Raddlistakonan og tónskáldið Gunnlaug Þorvaldsdóttir laðar að sér fjórfætlinga í Róm. Mynd/Úr einkasafni Kötturinn Mau sem vill bara drekka úr glasi og notar salerni. „Ég veit ekki hvað þetta er með mig og dýrin mín, þau eru öll svo einstök,“ segir Gunnlaug Þorvaldsdóttir tónlistarmaður sem búsett hefur verið í Róm síðastliðin ár. Gunnlaug, eða Gulla eins og hún er kölluð, er þekkt fyrir að geta framkallað alls kyns fuglahljóð og gerði garðinn frægan hérlendis þegar hún ræktaði Abyssiníu- og Sómalíketti sem komu fram í sjónvarpi, myndböndum og auglýsingum, og þykja einstakir hvað hegðun og lund varðar. Þegar hún flutti til Ítalíu, þar sem hún starfar við söng og tónsmíðar, ætlaði hún ekki að eiga nein gæludýr vegna vinnu sinnar en áður en hún vissi af hafði hún laðað að sér flækingshund og -kött, sem hagar sér eins og maður. „Meðleigjandinn minn bjargaði kettinum Mau af götunni fyrir einu og hálfu ári en hann var þá að drepast úr sulti. Ég tengdist honum strax og hann varð um leið kötturinn minn. Hann sefur í rúminu mínu hverja einustu nótt og eltir mig og vill helst gera allt eins og ég. Hann neitar til dæmis að drekka vatn nema því sé hellt í glas fyrir hann,“ segir Gunnlaug en það nýjasta er að Mau er farinn að pissa beint í salerni heimilisins og neitar að gera það annars staðar. „Hann lítur á sjálfan sig sem manneskju og blandar ekki geði við aðra ketti.“ Svipaða sögu er að segja af hundinum hennar Gullu sem hefur fylgt henni síðustu árin. „Eitt kvöldið var ég að hjóla heim og stöðva á umferðarljósi. Þá kemur hundur hlaupandi í áttina að mér. Ég lít á hann og hann bregst viðeins og ég ætli að slá til hans. Ég horfi á hann og segi; Þetta er allt í lagi, ég ætla ekkert að meiða þig, en gef mig svo ekkert frekar að honum. Svo kemur grænt ljós og þá hleypur hundurinn á eftir mér og hoppar á löppina á mér og hangir þar. Ég held áfram leið minni en hundurinn eltir mig. Ég er í mestu vandræðum og hringi meðal annars í vini mína og Helgu Andrésdóttur hundaþjálfara og segi að ég sé á hjóli og losni ekki við hund sem elti mig. Hann vildi bara greinilega svona mikið verða hundurinn minn,“ segir Gunnlaug sem nefndi rakkann Knúsa Engil Skallagrímsson. Gulla segist kunna því vel að búa í Róm og að borgin sé ótrúlega róleg og andrúmsloftið slakandi. „Maður fer alltaf inn í annan heim þegar maður fer út að ganga í borginni. Gömlu byggingarnar, markaðir og tónlist á götum mynda einstaka stemningu. Þetta er borg sem maður hvílist í.“ Hún er raddlistamaður, æfir hjá 88 ára gömlum söngkennara og hefur jafnan mörg járn í eldinum þar sem hún syngur í sýningum og semur tónlist, meðal annars fyrir stuttmyndir en hún samdi tónlistina í I do Air sem hlaut Bafta-verðlaunin í fyrra. Nýjustu verk hennar eru innsetning sem hún gerði fyrir listahátíð í Prag með frægri serbneskri leikkonu, Ana Sofrenovic , og svo samdi hún tónlist í uppsetningu á Macbeth sem Europian Academia, Cinema and Theater stóð fyrir auk þess sem hún lék og fór með formála að leikritinu á ítölsku. „Nú er ég að undirbúa tónleika sem verða 4. október og fara fram í aðaltónleikahúsinu í Róm, Auditorium Parco della Musica, en þar verður flutt tónlist úr ítölskum kvikmyndum frá 7. og upphafi 8. áratugarins. Tónleikarnir skiptast í tónlist úr spennumyndum, vestrum, gamanmyndum og svo hryllingsmyndum og ég syng þegar hryllingurinn hefst, meðal annars lag úr The Devils Nightmare,“ segir Gulla en hún syngur við undirleik fimmtíu manna sinfóníuhljómsveitar. julia@frettabladid.is Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Fleiri fréttir Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Sjá meira
Kötturinn Mau sem vill bara drekka úr glasi og notar salerni. „Ég veit ekki hvað þetta er með mig og dýrin mín, þau eru öll svo einstök,“ segir Gunnlaug Þorvaldsdóttir tónlistarmaður sem búsett hefur verið í Róm síðastliðin ár. Gunnlaug, eða Gulla eins og hún er kölluð, er þekkt fyrir að geta framkallað alls kyns fuglahljóð og gerði garðinn frægan hérlendis þegar hún ræktaði Abyssiníu- og Sómalíketti sem komu fram í sjónvarpi, myndböndum og auglýsingum, og þykja einstakir hvað hegðun og lund varðar. Þegar hún flutti til Ítalíu, þar sem hún starfar við söng og tónsmíðar, ætlaði hún ekki að eiga nein gæludýr vegna vinnu sinnar en áður en hún vissi af hafði hún laðað að sér flækingshund og -kött, sem hagar sér eins og maður. „Meðleigjandinn minn bjargaði kettinum Mau af götunni fyrir einu og hálfu ári en hann var þá að drepast úr sulti. Ég tengdist honum strax og hann varð um leið kötturinn minn. Hann sefur í rúminu mínu hverja einustu nótt og eltir mig og vill helst gera allt eins og ég. Hann neitar til dæmis að drekka vatn nema því sé hellt í glas fyrir hann,“ segir Gunnlaug en það nýjasta er að Mau er farinn að pissa beint í salerni heimilisins og neitar að gera það annars staðar. „Hann lítur á sjálfan sig sem manneskju og blandar ekki geði við aðra ketti.“ Svipaða sögu er að segja af hundinum hennar Gullu sem hefur fylgt henni síðustu árin. „Eitt kvöldið var ég að hjóla heim og stöðva á umferðarljósi. Þá kemur hundur hlaupandi í áttina að mér. Ég lít á hann og hann bregst viðeins og ég ætli að slá til hans. Ég horfi á hann og segi; Þetta er allt í lagi, ég ætla ekkert að meiða þig, en gef mig svo ekkert frekar að honum. Svo kemur grænt ljós og þá hleypur hundurinn á eftir mér og hoppar á löppina á mér og hangir þar. Ég held áfram leið minni en hundurinn eltir mig. Ég er í mestu vandræðum og hringi meðal annars í vini mína og Helgu Andrésdóttur hundaþjálfara og segi að ég sé á hjóli og losni ekki við hund sem elti mig. Hann vildi bara greinilega svona mikið verða hundurinn minn,“ segir Gunnlaug sem nefndi rakkann Knúsa Engil Skallagrímsson. Gulla segist kunna því vel að búa í Róm og að borgin sé ótrúlega róleg og andrúmsloftið slakandi. „Maður fer alltaf inn í annan heim þegar maður fer út að ganga í borginni. Gömlu byggingarnar, markaðir og tónlist á götum mynda einstaka stemningu. Þetta er borg sem maður hvílist í.“ Hún er raddlistamaður, æfir hjá 88 ára gömlum söngkennara og hefur jafnan mörg járn í eldinum þar sem hún syngur í sýningum og semur tónlist, meðal annars fyrir stuttmyndir en hún samdi tónlistina í I do Air sem hlaut Bafta-verðlaunin í fyrra. Nýjustu verk hennar eru innsetning sem hún gerði fyrir listahátíð í Prag með frægri serbneskri leikkonu, Ana Sofrenovic , og svo samdi hún tónlist í uppsetningu á Macbeth sem Europian Academia, Cinema and Theater stóð fyrir auk þess sem hún lék og fór með formála að leikritinu á ítölsku. „Nú er ég að undirbúa tónleika sem verða 4. október og fara fram í aðaltónleikahúsinu í Róm, Auditorium Parco della Musica, en þar verður flutt tónlist úr ítölskum kvikmyndum frá 7. og upphafi 8. áratugarins. Tónleikarnir skiptast í tónlist úr spennumyndum, vestrum, gamanmyndum og svo hryllingsmyndum og ég syng þegar hryllingurinn hefst, meðal annars lag úr The Devils Nightmare,“ segir Gulla en hún syngur við undirleik fimmtíu manna sinfóníuhljómsveitar. julia@frettabladid.is
Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Fleiri fréttir Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein