Lífið

Merkel fékk eintak

Jónína Leósdóttir er að vonum ánægð með að Merkel hafi fengið fyrsta eintakið.
Jónína Leósdóttir er að vonum ánægð með að Merkel hafi fengið fyrsta eintakið.
„Það er vonandi að þetta gleðji hana,“ segir Jónína Leósdóttir, rithöfundur. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og eiginkona Jónínu, átti fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands á dögunum.

Eins og venja er þegar þjóðarleiðtogar hittast með þessum hætti er skipst á gjöfum. Meðal þess sem frú Merkel fékk var fyrsta þýska eintakið af skáldsögu Jónínu Leósdóttur, Allt fínt...en þú? Bókin heitir upp á þýskuna Am Liebsten Gut og kemur út í lok ágúst á vegum bókaforlagins Kiwi. Raunar var ekki byrjað að prenta upplag bókarinnar þegar óskin barst til Kiwi um að fá eintak til handa Merkel. Með snarræði voru þrjú eintök hennar send með hraðpósti af stað og náðu þau í tæka tíð.

„Mér fannst þetta alveg stórskemmtilegt, líka af því að þetta var fyrsta eintakið sem kom úr verksmiðjunni. Þetta var alveg heitt úr ofninum,“ segir Jónína. „Þetta er verður mjög eftirminnilegt því þetta er fyrsta þýska útgáfan á verki eftir mig. Maður gleymir því ekki byrja svona með flugeldum. Svo veit ég ekkert hvort hún tekur bókina með sér í frí eða hvað hún gerir við hana. Ég vona auðvitað að hún lesi hana.“ -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.