Lífið

Forstjóri CCP skammaður

Póstur sem framkvæmdarstjóri CCP, Hilmar Veigar Pétursson, sendi þykir hafa verið móðgandi og óviðeigandi gagnvart notendum EVE Online.
Póstur sem framkvæmdarstjóri CCP, Hilmar Veigar Pétursson, sendi þykir hafa verið móðgandi og óviðeigandi gagnvart notendum EVE Online.
Forsvarsmenn tölvuleikjafyrirtækisins CCP og hinir svokölluðu CSM-leiðtogar EVE Online-tölvuleiksins sendu í gær frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem atburðir síðustu daga eru harmaðir. Í sérstakri yfirlýsingu CSM-leiðtoganna er tölvupóstur frá framkvæmdastjóra CCP, Hilmari Veigari Péturssyni, fordæmdur – hann hafi verið úr öllum tengslum við EVE Online-samfélagið. „Við skiljum vel þá leikmenn sem fannst pósturinn óviðeigandi og móðgandi."

Eins og Fréttablaðið greindi frá urðu notendur EVE Online-tölvuleikjaheimsins æfir þegar innanhúsbréfi frá CCP var lekið á netið. Þar var viðraður sá möguleiki að setja í sölu hluti sem gætu haft áhrif á gang leiksins. Leikmenn gætu keypt sér tæki og tól sem aðrir leikmenn hefðu eytt ómældum tíma í að byggja upp. Yfir fimm þúsund áskrifendur hótuðu að loka aðgangi sínum að tölvuleiknum en slíkt hefði þýtt tap upp á rúmlega hundrað milljónir íslenskra króna.

CSM-leiðtogarnir og forsvarsmenn CCP funduðu um helgina og samkvæmt fréttatilkynningunni var málið stormur í vatnsglasi. „Þarna blönduðust saman í einum potti örðugleikar í samskiptum, lélegt skipulag og einskær óheppni," segir í tilkynningunni. Jafnframt kemur fram að ekki standi til að setja „mikilvæga" hluti í sölu heldur eigi vefverslunin eingöngu að þjóna hégóma leikmanna.

-fgg


Tengdar fréttir

CCP gæti orðið af hundrað milljónum

Samkvæmt frétt á vefsíðunni develop-online.net hafa rúmlega 5.500 notendur íslenska tölvuleiksins EVE Online óskað eftir því í mótmælaskyni að aðgangi þeirra verði lokað. Þetta myndi þýða að CCP, sem hannar og rekur tölvuleikinn, yrði af 115 milljónum íslenskra króna í áskriftargjöld.

Óánægja á meðal Eve Online spilara

Mikil óánægja er meðal þeirra sem spila fjölspilunarleikinn EVE Online, verðmætustu afurð íslenska tölvuleikjafyrirtækisins CCP, en þessi óánægja birtist á spjallborði leiksins á veraldarvefnum, að því er fram kemur í DV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.