Fredrik elskar íslenska hönnun 1. júlí 2011 11:00 Hinn hálf íslenski Fredrik Ferrier, til vinstri, er með í raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea sem slegið hafa í gegn í bresku sjónvarpi. Hann er hrifinn af íslenskri hönnun og vill gjarnan klæðast íslenskum fatnaði í þáttunum. Fredrik Kristján Jónsson klæðist íslenskri hönnun í bresku raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea. Hann er væntanlegur til Íslands síðar í mánuðinum. „Það er frábært að við fáum að gera aðra seríu og greinilegt að við trekkjum áhorfendur að,“ segir hinn hálfíslenski Fredrik Kristján Jónsson Ferrier, sem vekur athygli í breska raunveruleikaþættinum Made in Chelsea, en hann fékk nýverið að vita að þættirnir verða aftur á dagskrá í haust. „Við byrjum að skjóta næstu seríu í lok júlí. Það verða nýir karakterar kynntir til sögunnar og ég held að það verði meiri dramatík núna,“ segir Fredrik en fyrsta sería þáttanna fór mjög vel af stað og um hálf milljón Breta fylgdist með Fredrik og félögum þegar mest lét. „Við vissum að þátturinn fór vel af stað en bjuggumst alls ekki við þessum viðtökum,“ segir Fredrik sem þessa dagana slakar á í sumarfríi og ætlar að kíkja til Íslands einhverja daga í júlí. Raunveruleikaþættirnir varpa ljósi á líf ungs fólk í Chelsea-hverfi Lundúnaborgar en þar eru hraðskreiðir bílar, kampavín og dramatík hluti af hverdagsleikanum. Faðir Fredriks er íslenskur og móðir hans ensk og Fredrik ber sterkar taugar til landsins. Meðal annars hefur hann klæðst íslenskri hönnun í sjónvarpinu og vill gera meira af því í næstu seríu. „Mér finnst íslensk tíska mjög flott og Íslendingar almennt með mjög flottan fatastíl. Systir mín, sem býr á Íslandi, sendi mér nokkra boli frá íslenska merkinu Forynju fyrr í sumar og ég hef verið í þeim í þáttunum og hafa þeir vakið athygli. Einnig gaf hún með bol með áletruninni „Ég tala ekki íslensku“ sem mér finnst mjög flottur.“ Fredrik hefur ekki hugsað sér að leiðast út í leiklistina í kjölfar þáttanna. Hann ætlar að nýta frægðina í Bretlandi til að koma tónlist sinni á framfæri. Fredrik spilar á píanó og leikur allt frá rómantískum ballöðum til klassískra tónverka. „Milli þess sem ég slaka á í sumarfríi nýti ég tímann til að glamra á píanóið og æfa mig. Ég hef spilað nokkrum sinnum í þáttunum og hlotið hrós frá áhorfendum fyrir,“ segir Fredrik en hægt er að fylgjast með ferðum hans á samskiptasíðunni Twitter. Slóðin er twitter.com/#!/FredrikFerrier. alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Sjá meira
Fredrik Kristján Jónsson klæðist íslenskri hönnun í bresku raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea. Hann er væntanlegur til Íslands síðar í mánuðinum. „Það er frábært að við fáum að gera aðra seríu og greinilegt að við trekkjum áhorfendur að,“ segir hinn hálfíslenski Fredrik Kristján Jónsson Ferrier, sem vekur athygli í breska raunveruleikaþættinum Made in Chelsea, en hann fékk nýverið að vita að þættirnir verða aftur á dagskrá í haust. „Við byrjum að skjóta næstu seríu í lok júlí. Það verða nýir karakterar kynntir til sögunnar og ég held að það verði meiri dramatík núna,“ segir Fredrik en fyrsta sería þáttanna fór mjög vel af stað og um hálf milljón Breta fylgdist með Fredrik og félögum þegar mest lét. „Við vissum að þátturinn fór vel af stað en bjuggumst alls ekki við þessum viðtökum,“ segir Fredrik sem þessa dagana slakar á í sumarfríi og ætlar að kíkja til Íslands einhverja daga í júlí. Raunveruleikaþættirnir varpa ljósi á líf ungs fólk í Chelsea-hverfi Lundúnaborgar en þar eru hraðskreiðir bílar, kampavín og dramatík hluti af hverdagsleikanum. Faðir Fredriks er íslenskur og móðir hans ensk og Fredrik ber sterkar taugar til landsins. Meðal annars hefur hann klæðst íslenskri hönnun í sjónvarpinu og vill gera meira af því í næstu seríu. „Mér finnst íslensk tíska mjög flott og Íslendingar almennt með mjög flottan fatastíl. Systir mín, sem býr á Íslandi, sendi mér nokkra boli frá íslenska merkinu Forynju fyrr í sumar og ég hef verið í þeim í þáttunum og hafa þeir vakið athygli. Einnig gaf hún með bol með áletruninni „Ég tala ekki íslensku“ sem mér finnst mjög flottur.“ Fredrik hefur ekki hugsað sér að leiðast út í leiklistina í kjölfar þáttanna. Hann ætlar að nýta frægðina í Bretlandi til að koma tónlist sinni á framfæri. Fredrik spilar á píanó og leikur allt frá rómantískum ballöðum til klassískra tónverka. „Milli þess sem ég slaka á í sumarfríi nýti ég tímann til að glamra á píanóið og æfa mig. Ég hef spilað nokkrum sinnum í þáttunum og hlotið hrós frá áhorfendum fyrir,“ segir Fredrik en hægt er að fylgjast með ferðum hans á samskiptasíðunni Twitter. Slóðin er twitter.com/#!/FredrikFerrier. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Sjá meira