Fredrik elskar íslenska hönnun 1. júlí 2011 11:00 Hinn hálf íslenski Fredrik Ferrier, til vinstri, er með í raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea sem slegið hafa í gegn í bresku sjónvarpi. Hann er hrifinn af íslenskri hönnun og vill gjarnan klæðast íslenskum fatnaði í þáttunum. Fredrik Kristján Jónsson klæðist íslenskri hönnun í bresku raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea. Hann er væntanlegur til Íslands síðar í mánuðinum. „Það er frábært að við fáum að gera aðra seríu og greinilegt að við trekkjum áhorfendur að,“ segir hinn hálfíslenski Fredrik Kristján Jónsson Ferrier, sem vekur athygli í breska raunveruleikaþættinum Made in Chelsea, en hann fékk nýverið að vita að þættirnir verða aftur á dagskrá í haust. „Við byrjum að skjóta næstu seríu í lok júlí. Það verða nýir karakterar kynntir til sögunnar og ég held að það verði meiri dramatík núna,“ segir Fredrik en fyrsta sería þáttanna fór mjög vel af stað og um hálf milljón Breta fylgdist með Fredrik og félögum þegar mest lét. „Við vissum að þátturinn fór vel af stað en bjuggumst alls ekki við þessum viðtökum,“ segir Fredrik sem þessa dagana slakar á í sumarfríi og ætlar að kíkja til Íslands einhverja daga í júlí. Raunveruleikaþættirnir varpa ljósi á líf ungs fólk í Chelsea-hverfi Lundúnaborgar en þar eru hraðskreiðir bílar, kampavín og dramatík hluti af hverdagsleikanum. Faðir Fredriks er íslenskur og móðir hans ensk og Fredrik ber sterkar taugar til landsins. Meðal annars hefur hann klæðst íslenskri hönnun í sjónvarpinu og vill gera meira af því í næstu seríu. „Mér finnst íslensk tíska mjög flott og Íslendingar almennt með mjög flottan fatastíl. Systir mín, sem býr á Íslandi, sendi mér nokkra boli frá íslenska merkinu Forynju fyrr í sumar og ég hef verið í þeim í þáttunum og hafa þeir vakið athygli. Einnig gaf hún með bol með áletruninni „Ég tala ekki íslensku“ sem mér finnst mjög flottur.“ Fredrik hefur ekki hugsað sér að leiðast út í leiklistina í kjölfar þáttanna. Hann ætlar að nýta frægðina í Bretlandi til að koma tónlist sinni á framfæri. Fredrik spilar á píanó og leikur allt frá rómantískum ballöðum til klassískra tónverka. „Milli þess sem ég slaka á í sumarfríi nýti ég tímann til að glamra á píanóið og æfa mig. Ég hef spilað nokkrum sinnum í þáttunum og hlotið hrós frá áhorfendum fyrir,“ segir Fredrik en hægt er að fylgjast með ferðum hans á samskiptasíðunni Twitter. Slóðin er twitter.com/#!/FredrikFerrier. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Fredrik Kristján Jónsson klæðist íslenskri hönnun í bresku raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea. Hann er væntanlegur til Íslands síðar í mánuðinum. „Það er frábært að við fáum að gera aðra seríu og greinilegt að við trekkjum áhorfendur að,“ segir hinn hálfíslenski Fredrik Kristján Jónsson Ferrier, sem vekur athygli í breska raunveruleikaþættinum Made in Chelsea, en hann fékk nýverið að vita að þættirnir verða aftur á dagskrá í haust. „Við byrjum að skjóta næstu seríu í lok júlí. Það verða nýir karakterar kynntir til sögunnar og ég held að það verði meiri dramatík núna,“ segir Fredrik en fyrsta sería þáttanna fór mjög vel af stað og um hálf milljón Breta fylgdist með Fredrik og félögum þegar mest lét. „Við vissum að þátturinn fór vel af stað en bjuggumst alls ekki við þessum viðtökum,“ segir Fredrik sem þessa dagana slakar á í sumarfríi og ætlar að kíkja til Íslands einhverja daga í júlí. Raunveruleikaþættirnir varpa ljósi á líf ungs fólk í Chelsea-hverfi Lundúnaborgar en þar eru hraðskreiðir bílar, kampavín og dramatík hluti af hverdagsleikanum. Faðir Fredriks er íslenskur og móðir hans ensk og Fredrik ber sterkar taugar til landsins. Meðal annars hefur hann klæðst íslenskri hönnun í sjónvarpinu og vill gera meira af því í næstu seríu. „Mér finnst íslensk tíska mjög flott og Íslendingar almennt með mjög flottan fatastíl. Systir mín, sem býr á Íslandi, sendi mér nokkra boli frá íslenska merkinu Forynju fyrr í sumar og ég hef verið í þeim í þáttunum og hafa þeir vakið athygli. Einnig gaf hún með bol með áletruninni „Ég tala ekki íslensku“ sem mér finnst mjög flottur.“ Fredrik hefur ekki hugsað sér að leiðast út í leiklistina í kjölfar þáttanna. Hann ætlar að nýta frægðina í Bretlandi til að koma tónlist sinni á framfæri. Fredrik spilar á píanó og leikur allt frá rómantískum ballöðum til klassískra tónverka. „Milli þess sem ég slaka á í sumarfríi nýti ég tímann til að glamra á píanóið og æfa mig. Ég hef spilað nokkrum sinnum í þáttunum og hlotið hrós frá áhorfendum fyrir,“ segir Fredrik en hægt er að fylgjast með ferðum hans á samskiptasíðunni Twitter. Slóðin er twitter.com/#!/FredrikFerrier. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira