Með tvö lög í þáttunum So You Think You Can Dance 27. apríl 2011 11:00 „Þetta er frekar kúl. Ég horfi alltaf á þættina. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér," segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds, sem á tvö lög í næstu þáttaröð af So You Think You Can Dance sem fer í loftið í lok maí. Ólafur tekur fram að enn eigi eftir að klippa þættina en miklar líkur séu þó á að lögin tvö, Kjurrt og Gleypa okkur, verði í þáttunum. „Maður veit aldrei hvað endar í sjónvarpi og hvað ekki," segir hann varkár. Lögin eru af síðustu plötu Ólafs, …And They Have Escaped the Weight of Darkness sem kom út í fyrra. Þau eru bæði mjög róleg en tveir dansarar í þáttunum völdu þau fyrir dansatriði sín. Næsta þáttaröð So You Think You Can Dance verður sú áttunda í röðinni. Að meðaltali horfðu um fimm milljónir Bandaríkjamanna á síðustu þáttaröð og því er ljóst að kynningin fyrir Ólaf er mikil. Stutt er síðan hann gerði samning við bandarísku umboðsskrifstofuna CAA, sem er ein sú virtasta í heiminum. Hún er með stjörnur á borð við Steven Spielberg, Opruh Winfrey og Brad Pitt á sínum snærum. Ólafur segir aðspurður að geggjað hafi verið að heimsækja höfuðstöðvar fyrirtækisins í Los Angeles. „Þetta er skýjakljúfur með gati í gegn. Ég var á ódýrum bílaleigubíl og lagði fyrir utan í kringum Lamborghini- og Maserati-bíla," segir hann og hlær. Ólafur fékk enga greiðslu fyrir að undirrita samninginn við CAA en ef hann fær verkefni við kvikmyndatónlist fær hann töluvert fyrir sinn snúð. Það verður að teljast líklegt því hann fékk góð viðbrögð við tónlist sinni í Hollywood-myndinni Another Happy Day með Sam Levinson, Ellen Barkin, Kate Bosworth og Demi Moore í aðalhlutverkum. „Ég var úti í fimm vikur og þeir [fulltrúar CAA] sendu mig á fundi á hverjum degi. Þeir vildu láta mig kynnast öllum í bransanum og ég fór á fundi með öllum indí-upptökustjórunum og kvikmyndaverunum. Ég fór til Warner, Fox og Disney, sem var mjög gaman." Ólafur er staddur heima á Íslandi þessa dagana við upptökur á næstu plötu sinni en stefnir á að fara aftur út til Los Angeles í haust. Í sumar spilar hann á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, auk þess sem hann er að taka upp nýja plötu þjóðlagasveitarinnar Árstíða. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
„Þetta er frekar kúl. Ég horfi alltaf á þættina. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér," segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds, sem á tvö lög í næstu þáttaröð af So You Think You Can Dance sem fer í loftið í lok maí. Ólafur tekur fram að enn eigi eftir að klippa þættina en miklar líkur séu þó á að lögin tvö, Kjurrt og Gleypa okkur, verði í þáttunum. „Maður veit aldrei hvað endar í sjónvarpi og hvað ekki," segir hann varkár. Lögin eru af síðustu plötu Ólafs, …And They Have Escaped the Weight of Darkness sem kom út í fyrra. Þau eru bæði mjög róleg en tveir dansarar í þáttunum völdu þau fyrir dansatriði sín. Næsta þáttaröð So You Think You Can Dance verður sú áttunda í röðinni. Að meðaltali horfðu um fimm milljónir Bandaríkjamanna á síðustu þáttaröð og því er ljóst að kynningin fyrir Ólaf er mikil. Stutt er síðan hann gerði samning við bandarísku umboðsskrifstofuna CAA, sem er ein sú virtasta í heiminum. Hún er með stjörnur á borð við Steven Spielberg, Opruh Winfrey og Brad Pitt á sínum snærum. Ólafur segir aðspurður að geggjað hafi verið að heimsækja höfuðstöðvar fyrirtækisins í Los Angeles. „Þetta er skýjakljúfur með gati í gegn. Ég var á ódýrum bílaleigubíl og lagði fyrir utan í kringum Lamborghini- og Maserati-bíla," segir hann og hlær. Ólafur fékk enga greiðslu fyrir að undirrita samninginn við CAA en ef hann fær verkefni við kvikmyndatónlist fær hann töluvert fyrir sinn snúð. Það verður að teljast líklegt því hann fékk góð viðbrögð við tónlist sinni í Hollywood-myndinni Another Happy Day með Sam Levinson, Ellen Barkin, Kate Bosworth og Demi Moore í aðalhlutverkum. „Ég var úti í fimm vikur og þeir [fulltrúar CAA] sendu mig á fundi á hverjum degi. Þeir vildu láta mig kynnast öllum í bransanum og ég fór á fundi með öllum indí-upptökustjórunum og kvikmyndaverunum. Ég fór til Warner, Fox og Disney, sem var mjög gaman." Ólafur er staddur heima á Íslandi þessa dagana við upptökur á næstu plötu sinni en stefnir á að fara aftur út til Los Angeles í haust. Í sumar spilar hann á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, auk þess sem hann er að taka upp nýja plötu þjóðlagasveitarinnar Árstíða. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist