Lífið

Elin ekki fengið krónu frá Tiger

Elin hefur ekki fengið krónu frá Tiger síðan hjónin skildu en virðist ekkert heldur vera fjárþurfi því hún keypti nýlega tólf milljón dala villu á Flórída.
Elin hefur ekki fengið krónu frá Tiger síðan hjónin skildu en virðist ekkert heldur vera fjárþurfi því hún keypti nýlega tólf milljón dala villu á Flórída.
Elin Nordegren hefur ekki fengið krónu frá fyrrverandi eiginmanni sínum, Tiger Woods. Hjónakornin skildu í ágúst í fyrra og samkvæmt dómsátt á Tiger að greiða Elin 110 milljónir dollara. En samkvæmt bandarískum netmiðlum hefur sænska fyrirsætan ekki fengið neitt. Tiger greiðir henni þó meðlag en það er ekki hluti af skilnaðarsamkomulaginu sjálfu.

Þetta stafar þó ekki af blankheitum Tigers samkvæmt vefsíðunni Examiner.com því hann hefur víst fjögur ár til að greiða henni alla upphæðina. Elin gengur heldur ekki um götur staurblönk, því hún festi nýverið kaup á glæsilegri villu í nágrenni við glæsihýsi Tigers á Flórída en það kostaði litlar tólf milljónir dala. Lítið hefur farið fyrir fréttum af ástarmálum parsins og svo virðist sem engin óvinátta ríki þeirra á milli. Tiger var nýlega orðaður við 22 ára gamla stúlkukind en mamma kylfingsins varð víst æf af reiði þegar hún frétti af sambandinu og lagði hart að honum að slíta því. Tiger virðist jafnframt vera að ná áttum á golfvellinum en hann þótti leika vel á nýafstöðnu Masters-móti, einu af fjórum stóru risamótunum í golfi.

Kylfingurinn hefur einnig smám saman verið að minnka umsvif sín, hann hefur til að mynda sett á sölu snekkjuna Privacy sem hann gaf Elin í brúðkaupsgjöf. Samkvæmt Examiner.com er þetta tilkomið af því að Tiger sjái engan tilgang í því að vera með þrettán manns í vinnu á snekkju sem hann notar ekki neitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.