Lífið

Uppstokkun á FM 957

Heiðar Austmann vill lítið gefa upp um væntanlegar breytingar á FM 957 en segir að þær verði talsverðar.
fréttablaðið/Vilhelm
Heiðar Austmann vill lítið gefa upp um væntanlegar breytingar á FM 957 en segir að þær verði talsverðar. fréttablaðið/Vilhelm
„Ég vil ekki gefa mikið upp, en það eru stórir hlutir að gerast á FM,“ segir Heiðar Austmann, dagskrárstjóri FM 957.

Uppstokkun er væntanleg á FM 957 fyrir sumarið. Tveir útvarpsmenn, þeir Yngvi Eysteinsson og Atli Már Gylfason, yfirgáfu útvarpstöðina á dögunum og réðu sig á Flass FM. Heiðar vill ekki gefa upp hvernig starfslokum þeirra var háttað, en óskar þeim góðs gengis á nýjum vettvangi.

„Við erum að fara að ráðast í stór verkefni og einhverjar dagskrárbreytingar,“ segir Heiðar en vill þó lítið tjá sig nánar um hvað sé fólgið í breytingunum. Hann segir að von sé á nýju fólki, en gefur ekki upp um hverja ræðir. „Það er mögulega nýtt fólk á leiðinni. Gætu verið reyndir menn og reyndar konur. Gæti verið fólk sem var á FM áður,“ segir Heiðar dularfullur.

Heimildir Fréttablaðsins herma að ýmis þekkt andlit hafi verið kölluð til. Fréttablaðið kannaði málið og upp úr krafsinu kom að Agli Gillz Einarssyni hefði verið boðið að vera með regluleg heilsávörp á FM. Egill segist ekki hafa áhuga á að starfa í útvarpi og bætti við að hann væri með andlit fyrir sjónvarp. Þá áréttaði hann að útvarpsmennirnir Kalli Lú og Rikki G hentuðu í starfið.

Spurður hvenær hlustendur heyri breytingarnar á FM 957 segir Heiðar að það verði fyrr en fólk grunar og játar að um mikla andlitslyftingu sé að ræða. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.