Lífið

Aðdáendur Coldplay fara ekki alla leið

Fólk sem hlustar á Coldplay er ólíklegt til að fara alla leið á fyrsta stefnumóti.
Fólk sem hlustar á Coldplay er ólíklegt til að fara alla leið á fyrsta stefnumóti.
Aðdáendur bresku hljómsveitarinnar Coldplay eru ólíklegastir allra tónlistaraðdáenda til að stunda kynlíf á fyrsta stefnumóti. Könnun vefsíðunnar Tastebuds.fm leiðir þetta í ljós, en vefsíðan leiðir saman fólk eftir tónlistarsmekk.

Notendur vefsins voru spurðir hversu langt þeir væru líklegir til að fara á fyrsta stefnumóti. Svarmöguleikarnir voru: „Ég væri til í að hittast og spjalla“, „Ég myndi kannski kyssa“ og „Ég færi alla leið ef stemningin væri góð“. Könnunin leiddi í ljós að Coldplay-aðdáendur eru ólíklegastir til að fara alla leið á fyrsta stefnumóti á meðan aðdáendur Nirvana eru þeir líklegustu til að stunda kynlíf í kjölfar fyrsta stefnumóts.

Á meðal annarra hljómsveita og listamanna á lista yfir þá ólíklegu voru Adele, Lady Gaga, Katy Perry og Kings of Leon. Á lista yfir þá líklegu eru hljómsveitir á borð við Metallica, Linkin Park, Gorillaz og rapparinn Kanye West.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.