Lífið

Spennandi myndir frumsýndar

Amanda Seyfried, stjarnan úr Mamma Mía, leggur til atlögu við stóra, ljóta úlfinn. Sem er reyndar varúlfur, hungraður í mannakjöt.
Amanda Seyfried, stjarnan úr Mamma Mía, leggur til atlögu við stóra, ljóta úlfinn. Sem er reyndar varúlfur, hungraður í mannakjöt.
Nóg er um að vera í íslenskum kvikmyndahúsum um þessa helgi. Að venju má finna vandaðar kvikmyndir í Bíó Paradís en þar ber hæst frumsýning Boy, nýsjálenskrar kvikmyndar um Dreng, 11 ára gamlan strák sem hittir pabba sinn í fyrsta skipti. Og sá reynist vera allt öðruvísi en Drengur hafði gert sér í hugarlund um.

Sambíóin frumsýna um helgina tvær kvikmyndir. Annars vegar hryllingsmyndaútgáfuna af Rauðhettu og úlfinum sem skartar Mamma Mía-stjörnunni Amöndu Seyfried í aðalhlutverki. Leikstjóri Twilight-myndaflokksins, Catherine Hardwicke, er konan á bak við myndina sem leikur sér með mýtuna í þessu sígilda ævintýri. Hin mynd Sambíóanna er Chalet Girl en þær unglingsstúlkur sem eltu Ed Westwick á sínum tíma gætu rifjað upp hvernig hann lítur út því hjartaknúsarinn er í aðalhlutverki í myndinni ásamt Felicity Jones.

Og svo er það páskamyndin Rio um páfagaukinn Blu og ævintýraferð hans til Rio De Janeiro. Fjöldi stórstjarna talar inn á myndina en meðal þeirra má nefna Jesse Eisenberg, Jamie Foxx og Anne Hathaway. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.