Stórleikarinn Gyllenhaal í háskaleik á Eyjafjallajökli 12. apríl 2011 09:00 Jake og Bear Grylls voru alla helgina uppi á jökli með tökuliði frá True North að gera þátt fyrir Man vs. Wild. Nordicphotos/Getty Jake Gyllenhaal eyddi helginni í aftakaveðri uppi á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi í tökum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Man vs. Wild sem ævintýramaðurinn Bear Grylls stjórnar. Þættirnir ganga út á að lifa af í ótrúlegum aðstæðum án utanaðkomandi aðstoðar og hafa þættir Grylls notið mikilla vinsælda, eru meðal annars sýndir á Channel 4 í Bretlandi og á Discovery Channel. Tilkynnt var um þátttöku Gyllenhaals á vefsíðu leikarans í byrjun mars á þessu ári og kom hann til Íslands beint frá Róm þar sem hann var að kynna kvikmynd sína, The Source Code. Gyllenhaal er ekki eina stjarnan sem hefur samþykkt að vera með í þessari frægðarfólks-útgáfu af þáttaröðinni en leikarar á borð við Ben Stiller og Will Ferrell munu einnig ganga í gegnum þolraunir. „Já, ég get staðfest að við erum með þeim Gyllenhaal og Grylls en ég vil ekkert tjá mig neitt frekar um málið. Þeir fengu allavega allt það villtasta og besta í íslenskri náttúru," segir Þór Kjartansson, framleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu True North, sem þjónustar tökuliðið uppi á jökli. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stóð til að ljúka tökum uppi á jökli í gærkvöldi. Það er auðvitað engin tilviljun að þetta svæði varð fyrir valinu. Eldgosið í Eyjafjallajökli lamaði alla flugumferð í Evrópu og víðar fyrir ári en Ísland fær ögn betri landkynningu í gegnum þessa þáttaröð því talið er að 1,2 milljarðar manna horfi reglulega á Bear Grylls og ævintýri hans úti um allan heim. Það er því ekkert skrítið að Gyllenhaal skyldi hafa látið lítið fyrir sér fara í Reykjavík um helgina. Hann klæddi sig upp fyrir tökurnar í verslun 66 gráður norður í Bankastræti og náði sér í mikilvæga næringu á Laundromat í Austurstræti. „Hann kom hingað tvisvar, á föstudagskvöldinu og laugardeginum og var bara alveg silkislakur," segir Steinn Einar á veitingastaðnum Laundromat. Gyllenhaal hefur því augljóslega ekki kviðið fyrir þeirri reynslu að fara upp á íslenskan jökul með ævintýramanni sem virðist ekkert hræðast. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Jake Gyllenhaal eyddi helginni í aftakaveðri uppi á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi í tökum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Man vs. Wild sem ævintýramaðurinn Bear Grylls stjórnar. Þættirnir ganga út á að lifa af í ótrúlegum aðstæðum án utanaðkomandi aðstoðar og hafa þættir Grylls notið mikilla vinsælda, eru meðal annars sýndir á Channel 4 í Bretlandi og á Discovery Channel. Tilkynnt var um þátttöku Gyllenhaals á vefsíðu leikarans í byrjun mars á þessu ári og kom hann til Íslands beint frá Róm þar sem hann var að kynna kvikmynd sína, The Source Code. Gyllenhaal er ekki eina stjarnan sem hefur samþykkt að vera með í þessari frægðarfólks-útgáfu af þáttaröðinni en leikarar á borð við Ben Stiller og Will Ferrell munu einnig ganga í gegnum þolraunir. „Já, ég get staðfest að við erum með þeim Gyllenhaal og Grylls en ég vil ekkert tjá mig neitt frekar um málið. Þeir fengu allavega allt það villtasta og besta í íslenskri náttúru," segir Þór Kjartansson, framleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu True North, sem þjónustar tökuliðið uppi á jökli. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stóð til að ljúka tökum uppi á jökli í gærkvöldi. Það er auðvitað engin tilviljun að þetta svæði varð fyrir valinu. Eldgosið í Eyjafjallajökli lamaði alla flugumferð í Evrópu og víðar fyrir ári en Ísland fær ögn betri landkynningu í gegnum þessa þáttaröð því talið er að 1,2 milljarðar manna horfi reglulega á Bear Grylls og ævintýri hans úti um allan heim. Það er því ekkert skrítið að Gyllenhaal skyldi hafa látið lítið fyrir sér fara í Reykjavík um helgina. Hann klæddi sig upp fyrir tökurnar í verslun 66 gráður norður í Bankastræti og náði sér í mikilvæga næringu á Laundromat í Austurstræti. „Hann kom hingað tvisvar, á föstudagskvöldinu og laugardeginum og var bara alveg silkislakur," segir Steinn Einar á veitingastaðnum Laundromat. Gyllenhaal hefur því augljóslega ekki kviðið fyrir þeirri reynslu að fara upp á íslenskan jökul með ævintýramanni sem virðist ekkert hræðast. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira