Lífið

Skilnaðurinn særði Evu Longoria

Sorg Eva Longoria segir að skilnaður hennar og Tony Parker hafi sært hana mjög mikið og hún átti erfitt með að svara spurningum um sambandsslitin í viðtalsþætti Piers Morgan.
Sorg Eva Longoria segir að skilnaður hennar og Tony Parker hafi sært hana mjög mikið og hún átti erfitt með að svara spurningum um sambandsslitin í viðtalsþætti Piers Morgan.
Eva Longoria ræddi í fyrsta skipti skilnaðinn við Tony Parker, leikmann NBA-liðsins San Antonio Spurs, í þætti Piers Morgan á CNN. Leikkonan viðurkenndi að skilnaðurinn hefði sært hana afar mikið.

Longoria átti erfitt með að brynna ekki músum á meðan hún ræddi um hjónabandsslitin við Morgan. „Þú verður að fyrirgefa, þetta er í fyrsta skipti sem ég ræði þetta opinberlega,“ sagði Longoria. „Sambandsslitin voru mjög erfið, þau særðu mig mjög mikið vegna þess að ég sá mig sem eiginkonu og sem frú Parker. Allt í einu var það horfið og ég þurfti að svara þeirri spurningu hver ég var.“

Parker er grunaður um að hafa haldið framhjá leikkonunni með þáverandi eiginkonu liðsfélaga síns og fetað þannig í fótspor Johns Terry, fyrirliða Chelsea og enska landsliðsins, en hann átti vingott við unnustu Waynes Bridge, þáverandi félaga hans hjá Chelsea og enska landsliðsins.

Longoria lét erfiðar spurningar Piers ekki slá sig út af laginu og neitaði meðal annars að ræða hvers vegna þau hefðu skilið. „Það er ástæða fyrir því að við Tony giftumst og það var ástæða fyrir því af hverju við vorum saman í sjö ár. Það er líka ástæða fyrir því af hverju við skildum en ég ætla ekki að úttala mig um hana. Ég elska hann enn þá, við tölum saman og erum hluti af lífi hvort annars enn þann dag í dag.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.