Lífið

Vesturport á vöktum í Pétursborg

Gísli og félagar sýna Hamskiptin og Fást á aðeins þremur dögum í sama leikhúsinu. Fréttablaðið/valli
Gísli og félagar sýna Hamskiptin og Fást á aðeins þremur dögum í sama leikhúsinu. Fréttablaðið/valli
„Þetta er náttúrulega bara bilun," segir Gísli Örn Garðarsson, einn af forsvarsmönnum leiklistarhópsins Vesturport. Yfir fimmtíu manna hópur frá Vesturporti og Borgarleikhúsinu flaug til St. Pétursborgar í gær en þar mun afhending evrópsku leiklistarverðlaunanna fara fram 17. apríl.

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hlýtur Vesturport þennan mikla heiður en þarf, réttara sagt neyðist, af þeim sökum að setja upp tvær sýningar; annars vegar Hamskiptin og hins vegar Fást.

Hamskiptin er tiltölulega einföld sýning miðað við Fást því sú síðarnefnda krefst gríðarlegs undirbúnings hjá sviðslistarfólki, strengja þarf net yfir allan salinn og það er ekki sama hvernig það er gert, öll öryggisatriði þurfa að vera í lagi.

„Verkin verða svo bara sýnd einu sinni, síðan er sviðsmyndin tekin niður. Og það er ekkert selt inn á þessar sýningar heldur eru þær bara í boði fyrir fjölmiðla og fólk í bransanum; þetta er bara svona „showcase"," útskýrir Gísli en bætir því við að þau séu öll afar spennt og hlakki mikið til.

En þessi törn og stutti tími milli sýninga þýðir að menn verða að vinna á vöktum allan sólarhringinn á meðan á havaríinu stendur. „Hamskiptin eru sýnd 13. apríl og Fást 15. apríl þannig að við verðum að láta hendur standa fram úr ermum og nýta allan tímann vel."- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.