Lífið

Heiðurshnakki þénar milljarða

Ryan Seacrest er með mörg járn í eldinum og þénar samkvæmt Hollywood Reporter sex milljarða á þessu ári.
Ryan Seacrest er með mörg járn í eldinum og þénar samkvæmt Hollywood Reporter sex milljarða á þessu ári.
Sjónvarps-og útvarpsmaðurinn Ryan Seacrest verður launahæsta raunveruleikaþáttastjarna heims á þessu ári. Talið er að Seacrest muni þéna 55 milljónir Bandaríkjadala eða rúmlega sex milljarða íslenskra króna. Seacrest er með einn vinsælasta útvarpsþátt Bandaríkjanna, er auðvitað kynnir í American Idol og hefur verið að framleiða sjónvarpsefni samkvæmt Hollywood Reporter.

Sjónvarpsstjarnan hefur verið að byggja upp mikið veldi í kringum starfsemi sína og sérfræðingar eru sannfærðir um að það eigi eftir þenjast út á næstu árum. Hann hefur verið að kaupa kvikmyndahandrit og er samkvæmt heimildum Hollywood Reporter með kvikmynd í smíðum. Blaðið greinir frá því að útvarpssamningur hans og útvarpsfyrirtæksins Clear Channel sé ekkert slor, hann fái 20 milljónir á ári fyrir að vera í loftinu. Hann er með fimmtán milljón dollara samning við dótturfélag American Idol og risasamning við NBC Universal vegna sjónvarpsþátta. Þá er hann með auglýsingasamninga við Coca Cola og Microsoft.

Seacrest nýtur mikillar virðingar meðal stjarnanna í Hollywood og þær eru fastagestir í útvarpsþættinum hans. Hann mun hefur verið fenginn til að lýsa brúðkaupi Kate Middleton og Vilhjálms prins þann 29. apríl næstkomandi fyrir NBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.