Lífið

Karlar hræðast Kim Cattrall

Kim Cattrall segir að karlmenn séu hræddir við sig og kennir annars vegar Samönthu um málið og hins vegar bókinni um fullnægingu kvenna sem hún skrifaði.
Kim Cattrall segir að karlmenn séu hræddir við sig og kennir annars vegar Samönthu um málið og hins vegar bókinni um fullnægingu kvenna sem hún skrifaði.
Kim Cattrall, sem er þekktust fyrir að leika Samönthu Jones í Sex and the City, viðurkennir að hlutverkið hafi virkað fráhrindandi á karlpeninginn í raunveruleikanum. Samantha kallaði ekki allt ömmu sína í þáttunum þegar kom að samskiptum kynjanna og daðraði jafnt við sér eldri og yngri menn. En í hversdagsleikanum er staðan allt önnur, karlmenn eru logandi hræddir við leikkonuna.

 

Cattrall ræddi málið í spjallþætti Ellenar DeGeneres og sagði að hún hefði gert sér þetta mjög erfitt fyrir. „Og ekki skánaði ástandið þegar ég skrifaði bók um fullnægingu kvenna. Karlmenn eru nefnilega þannig gerðir að þeim þarf að líða eins og þeir séu alvitrir, sérstaklega á þessu sviði.“ Svo skemmtilega vill til að Kim er þar að vísa í bókina Satisfaction: The Art of Female Orgasm sem hún skrifaði með fyrrverandi eiginmanni sínum, Mark Levinson.

 

Og stefnumótavandamálið gæti orðið enn erfiðara þegar karlarnir sjá hennar nýjustu mynd; Meet Monica Velour. Þar leikur Kim nefnilega roskna klámmyndastjörnu sem fer að fækka fötum á ný til að ná endum saman og verður að lokum ástfangin af sautján ára pilti. „Þetta er falleg saga um konu á fimmtugsaldri sem hittir ungan strák og þau þróa með sér samband.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.