Lífið

Britney Spears orðin ráðsett

Britney Spears er ánægð með lífið og tilveruna um þessar mundir.
nordicphotos/getty
Britney Spears er ánægð með lífið og tilveruna um þessar mundir. nordicphotos/getty
Bandaríska söngkonan Britney Spears gaf nýverið út nýja geislaplötu sem nefnist Femme Fatale. Hún vinnur nú hörðum höndum við að kynna plötuna og veitti þar á meðal tímaritinu US Weekly viðtal þar sem hún segir meðal annars frá sambandi sínu og Jasons Trawick og móðurhlutverkinu.

 

„Ég er ströng með sumt og minna ströng með annað. Ætli ég sé ekki einhvers staðar í miðjunni. Jason er líka alveg frábær með strákana og þeir líta mjög upp til hans,“ sagði söngkonan, sem er ánægð með lífið og tilveruna um þessar mundir. Hún segir samband sitt og Trawicks ganga vel og að þau séu ekkert frábrugðin öðrum pörum. „Hann kemur mér til að hlæja og okkur líður vel saman. Okkur finnst skemmtilegast að hanga heima, horfa á kvikmyndir og fara út að borða með vinum okkar. Okkur finnst líka mjög gott að komast aðeins burt um helgar og þá til Las Vegas, Hawaii eða Mexíkó.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.