Lífið

Tvö ár á milli frumsýninga

Sylvester Stallone, Bruce Willis og Mickey Rourke á frumsýningu The Expendables.
Sylvester Stallone, Bruce Willis og Mickey Rourke á frumsýningu The Expendables.
Framhaldsmyndin The Expendables 2 verður frumsýnd í Bandaríkjunum 17. ágúst á næsta ári. Fyrri myndin leit dagsins ljós 19. ágúst í fyrra og verða því nánast tvö ár upp á dag á milli frumsýninganna.

 

Talið er að flestir leikararnir úr fyrri myndinni endurtaki hlutverk sín í The Expendables 2, þar á meðal Sylvester Stallone, Jason Statham og Jet Li. Stallone mun þó ekki sitja aftur í leikstjórastólnum. Líklegt er að Bruce Willis og Arnold Schwarzenegger fái stærri hlutverk í myndinni, sem aðdáendur alvöru hasarmynda bíða eftir með mikilli eftirvæntingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.